Fyrst ætla ég að nefna að ég var ekki með neina óvild gagnvart Informix gagnagrunninum. Enda sagði ég neðar að ég hefði ekki kynnt mér hann til hlýtar, úr greininni:
'Informix, Hef ekki þekkingu á honum til að vera fær um að dæma hann en hann hefur löngum kept við Oracle.'
Þá var ég ekki að tala um Oracle á minni vélum. Ég vona að ég hafi svarað hérna commentum frá root & Armon. Ég biðst afsökunar hér.

Þá kemur svar til Moose, um komment frá mér að DB2 væri lítt þekktur gagnagrunnur. Þá var ég að meina að hann er lítt þekktur fyrir utan gagnagrunnsgeiran, þ.e. almennur notandi, og mjög oft forritarar, hafa aldrei heyrt um þennan gullmola. Hvað þú sagðir síðan varðandi verðið á grunninum, gerirðu þér grein fyrir hvert verðið og þjónustugjöldin eru á Oracle? Húmorinn við DB2 er að þetta er tiltölulega ódýr grunnur.

phantom: sorry, hafði aldrei heyrt um hann. Að vísu er mjög mikið úrval af góðum low-range gagnagrunnum þarna úti.

Access.
Það sem kom mér mest á óvart það var að kommentin mín varðandi Access voru ‘dissuð’. Í fyrsta lagi finnst mér móðgun við hugtakið gagnagrunna að nefna orðin ‘Access’ og ‘gagnagrunnur’ í sömu setningu. Access er ekki gagnagrunnur! Hægt er jú að tala við Access mdb í gegnun ODBC og jú það er allt í lagi að þróa forritin (þó ég hati það, hef ‘þróað’ ofaná Access sjálfur og er að tala af reynslu) með ODBC sem undirlag, en það sem gleymist hérna er að það er líka hægt að tala við EXCEL með ODBC(og já, ég hef skrifað ODBC á móti Excel), textaskrár er hægt að tala við og ég man ekki hvað meira. Ætlar einhver hérna að taka um hanskan fyrir EXCEL og segja víst, hann er gagnagrunnur!
Access er truly ‘fucked up’ þegar fleiri en ein tenging er inná honum í einu (þessi blessaða mdb skrá) og svo ég tali nú ekki um sorpið þegar hann stækkar > 100mb. Access er fyrirspurnartól, og í raun alveg ágætt sem slíkt, nothæft til að taka út ákveðið magn af upplýsingum úr ‘alvöru’ grunnum, vinna með gögnin, og hugsanlega troða útkomunni aftur í ‘alvöru’ grunnana.
Margir nota þennan ‘blessaða’ grunn til að vera með ‘gagnagrunnstengdar’ heimasíður. Eina ástæðan fyrir því, og þá meina ég eina, er að ISP-ar eru ekki með gagnagrunna keyrandi hjá sér fyrir kúnna. Ef þeir væru með grunna uppi með SQL access í þá þá væri þetta ekki vandamál. (Ég byðist innilegrar fyrirgefningar til þeirra ISP-a sem bjóða uppá þessa þjónustu, en taki þeir þetta til sín sem eiga það)

Jæja, hér er ég búinn að hella úr skálum reiðinnar vegna Access. Ég vona að ég hafi svarað flestum kommentum varðandi fyrri grein og byðst afsökunar á að hafa ekki svarað þeim fyrr.

Kveðja
havh/Is-