Já þeim sem finnst topicið eitthvað koma eins og þruma úr heiðskýru lofti þá verð ég bara að afsaka en mér vantaði eitthvað sem að virkilega fær fólk til að “flýta” sér að lesa……segi svona :)


Þegar ég var að fara gegnum korkana þá voru smá umræður um hvernig ætti að keyra server side script á heimavél og er ég þá að tala um PHP forritunarmálið og keyrslu á gagnagrunninum MYsql eða POStgre-sql.

Svona fyrir þá sem eru að fikra sig áfram í þessu þá eru það ekki allir sem hafa aðgang að server sem styður php og með sql supporti. Flestir hafa þó einhverstaðar heimasíðupláss en lítill hluti hefur pláss með stuðningu fyrir þetta ofantalda.

Því ætla ég að kynna hér nokkur “kit” sem í raun innihalda ekkert annað en aphache,php,mysql eða postgre, og phpmyadmin Þetta er hægt að ná í á síðum ef þú bætir við .net eða .org við og ná sér í fría útgáfu að þessu. En svo er annað mál að fá þetta til að virka á vélinni, þá koma þessi “kitt” til sögunnar sem installa og configga allt fyrir þig og eina sem þú þarft að gera er að skrifa slóðina http://localhost og þú ert tilbúinn að keyra php script og gagnagrunna á vélinni þinni. Ekki eru það allir sem að eru með vélina í gangi allan sólahringin og því fylgja oft með þessum afbrigðum exe skjöl sem keyra upp sql stuðning og php áður en þú færð einhvern localhost sjáanlegan, í hvert skipti sem að þú villt fá serverin í gang.

Fyrsta er phptriad(gilaphp.com) sem ég notaði þegar ég setti þetta upp á vélinni minni og virðist vera að virka alveg ágætlega. En það installar aphache vefsíðuþjón og php,mysql og phpmyadmin og einnig inniheldur hann cgi-bin gátt.

Svo er það Easyphp(http://www.manucorp.com/easyphp.php3) sem að hendir þessu inn öllu og til að ræsa upp vefþjónin þarftu bara að keyra upp tvær .bat skrár en þá getur kannski séð hvernig það virkar að fá hann í gang. Hann er franskur og þú getur gleymt því að fá eitthvað support á síðunni nema að þú kunnir frönsku :Þ …….það virðist allaveganna engin kunna ensku þar (að eigin reynslu). En eftir að hafa installa þessum pakka þá er platformið það sama og í hinum pökkunum.




Svo er það Omnihttp en hann er ég ekki búin að kynna mér sérstaklega en það var þó hann sem að ég fékk mig til að vera með smá umfjöllun um þetta, eftir að hafa lesið korkana.

Þessir pakkar eru góðir fyrir fólk sem er að byrja í þessu og langar að fikra sig áfram í php og gagnagrunnsforritun er gott að kanna þetta betur. En auðvitað er betra að manually setja hann sjálfur upp og þá getur maður betrumbætt þetta að eigin vild.

Svo er hægt að sjá ennþá fleiri kitt á http://hotscripts.com/PHP/Scripts_and_Programs/Installation_Kits/