Dreamweaver 4 er kominn út og er með marga nýja fídusa og er svo sannarlega að því sem ég hef séð “breakthrough” fyrir DW.

Meðal nýjunga eru:

Nýtt Code view
Búið er að breyta Code view eða editornum í DW og er hægt að hafa splitt screen þannig að maður sér bæði layoutið og kóðan í sama glugga án þess að það þvælist fyrir hvort öðru, eða þá getur maður haft nýjan editor sem kemur einnig með og er utan DW.

Javascript Debugger
gerir manni auðvelt að fylgjast með villum í scriptinu.

Vinnur með Visual Source safe
Þetta lít ég á sem með stærstu plúsunum sem DW4 fær frá mér en Visual source safe er svokallað version control system eða source control system sem er notað mikið til að halda uppá mismunandi útgáfur vefsins sem verið er að vinna í, maður getur farið til baka í útgáfu 3 td jafnvel þótt að númer 7 sé á netinu og séð allar breytingar sem hafa átt sér stað á því millibili.

Assets panel
Mér sýnist þetta nú vera þannig tól að maður geti auðveldlega fylst með hvar td hver mynd er og ofl. sem sagt að skipuleggja allt betur.

Layout view
Flókin hönnun úr sögunni?
Gerir manni auðveldari að gera flókin layout betri að vinna með töflur ofl.


þetta er bara brot að öllu nýju sem er í DW4

Cazper[Elskar Dreamweaver]
Haukur Már Böðvarsson