Margt mjög áhugavert þegar fólk er að velja sér gagnagrunna. Hvað er hið eina rétta. Fannst að vísu grátlega að ekki var gagnagrunnurinn DB2 þarna inni en svona er lífið.

Hverjum datt í hug að segja að Access sé gagnagrunnur? Þetta er fyrirspurnartól!

Val á gagnagrunnum er mjög misjafnt, en best er að flokka gagnagrunna eftir stærð gagna og véla sem þeir keyra á.

Hér ætla ég að segja nokkra flokka út frá minni skoðun.

Mid-range:
Oracle, keyrir á unix.
DB2, Lítt þekktur grunnur frá IBM, samt sá eini sem þolir einhverja samkeppni við Oracle. keyrir á unix, as400.
Ekki spurning þessir 2 gagnagrunnar eru þeir einu sem þola svona stórar vélar. Oft þarf að vera með hundruði notenda loggaða inn í einu. (og SQL-Server keyrir ekki á stórum vélum (unix/as400), nema þær séu clusteraðar og þá ertu hvort eð er kominn með höfuðverk.

Litlir serverar:
Oracle Personal
DB2
MySql
Sql-Server
Informix

Hérna verður samkeppnin öllu harðari. Ótvíræður kostur Oracle & DB2 samt er að þeir keyra á öllum vinsælum platformum (unix, linux, nt) og því lítið mál að flytja á milli gögn á milli. Einnig er mjög lítið mál að vera með bæði DB2 og Oracle þar sem compatibility á milli þeirra er mjög gott(tengingar á milli grunna).
MySql nálgast þessa grunna meir og meir.
Síðast þegar ég notaði Sql-Server þá var það útgáfa 6.5, hef heyrt að 7-an sé orðin stabílli (ekki veitti af) og að það geri hann að góðum grunn loksins.
Informix, Hef ekki þekkingu á honum til að vera fær um að dæma hann en hann hefur löngum kept við Oracle.

Helstu kostir gagnagrunna, þar sem ekkert nýtt hefur komið í relational gagnagrunnum síðustu 10 ár (þá er ég ekki að tala um build upon fídusa) er portability, og þar einfaldlega finnst mér Oracle & DB2 standa uppúr.

Kveðja
havh/Is