Ég ætla að halda krossferð minni áfram hér með að skrifa aðeins Feign Death trickið.

Í Unreal Tournament er hægt að nota bragð sem einfaldlega kallast “Feign Death”. Þetta bragð er aðmínu mati eitt minnst notaða trick í UT. Til að geta framið þennan verknað þá smelliru á “F” takkan á lylkaborðinu(þ.e.a.s ef þú hefur ekki breytt honum í eitthvað annað) En einnig er hagstætt að líta í kringum sig áður en það er látið á trickið kræla. En þegar þú hefur gert feign death þá sést t.d ef þú ert með shield belt.. þá er það frekar grunsamlegt að sjá lík liggjandi á óförnum vegi með shield belt, það gildir það sama með Dam amp. En feign death hefur ýmsa galla í förum sér, t.d þá er þetta ekkert svakalega gott camp trick því að það getur tekið allt að 0,7sek að standa upp og allt að 1,3sek að byrja skjóta… en á þessum stutta tíma getur andstæðingurinn dælt á þig skotum. Síðan er eitt trick sem ég lærði af hreinni tilviljun, tökum GES Biorifle sem dæmi. Ef þú byrjar að hlaða hann(þ.e.a.s halda inni sec. fire) og gerir feign death meðan hann er að hlaðast þá ertu komin(n) með dauðagildru. Því á meðan þú ert feign death og búin(n) að hlaða “Leðurbyssuna”(eins og hún er stundum kölluð ásam “Slurmið”) þá getur sleppt sec. fire takkanum og og þú skýtur án þess að standa upp og allt. Það vita nánast allir að eitt svona fullhlaðið Leðurbyssu skot getur drepið allt, og enginn bíst við því að lík skjóti að manni. Þetta trick geta impact hammerinn og rocket launcherinn auðveldlega fyllt í fótspor.. en bæði vopnin skapa of mikinn hávaða, þar að auki um leið og þú ert búinn að hlaða rocket launcherinn.. þá skýtur hann.. þú getur ekki beðið róleg(ur) eins og með GES Biorifleinn.
Svona til að gera lokahnútinn í þessa frásögn þá er vart að segja frá einu tricki sem JoZi sýndi og kenndi mér. Þú tekur upp t.d Minigun (þar sem hún skýtur og stoppar ekki fyrr en ammo-ið er búið) og dælir úr henni skotunum, en um leið og þú heldur primary fire inni þá geriru feign death og minigunnin dælir ennþá skotunum. Enn á meðan þú ert feign death skitptiru á annað vopn… t.d ASDM-inn(Shock Rifle). Síðan stenduru upp og heldur Primary fire inni (ATH Aldrei sleppa primary fire takkanum meðan þetta er gert) þá átt þú (ef gert rétt) og skjóta bæði úr Minigun og ASMD.
Njótið vel!
(Ps. Ef þú gerir Feign Death í LMS þá missiru eitt líf þ.e.a.s Eitt life en ekki eitt healt)

Virðingarfyllst
Gizzi