Impact Hammer Stökk. Góðan og blessaðan daginn drengir/stúlkur
Þar sem þetta hefur verið hálf dautt uppá síðkastið ætla ég aðeins að segja um Impact Hammer Jump.

Eitt skemmtilegasta og örugglega eitt mest notaða trick í UT menningunni í dag er Impact Hammer jump. Til að ná því þarf að skipta á Impact Hammerinn og hlaða hann með Primary Fire, síðan beinir maður honum á átt að jörðu(ATH halda primary fire inni) síðan sleppir maður primary fire-inu og hoppar um leið. Ef gert rétt þá á maður að stökkva miklu hærra en venjulega og kostar þessi verknaður allt að 54 health. Einnig má til gamans geta að það er einnig hægt að gera Sec. Fire jump, en þá hoppar maður mun lægra og getur það kostað 13 í healt. Svona jump virkar með öll vopn sem hafa sprengju skaða, en Impact hammerinn hefur vinninginní skaða og hæðar virkni. En sjaldan sér maður t.d menn reyna að hoppa með Sec. fire með ASMD rifflinum, en það virkar á sama hátt og Impact Hammerinn, þú miðar við fætur þér og skýtur með Sec. Fire og hoppar um leið, en það leiðir til þess að þú hoppar lægra en primary fire Impact hammer hop.