Í tilefni að 5 ára afmæli UT í ár, þá hefur Pezik opnað þjón yfir hátíðirnar fyrir UT (UT 99, Unreal Tournament, Unreal Tournament:Game Of The Year Edition) og hvetjum við alla til að grípa tækifærið meðan það loksins gefst.

Slóðin á þjónin er: 130.208.223.86:8888

Þeir sem fara með völd á þjóninum núna eru Pezik og Caztrate.

Núna er DM í gangi, en ég reikna með því að það sé auðvelt að skipta yfir í annað ef þið spyrjið stjórnenduna fallega.

Hendið snjóþotunum aftur í bílskúrinn, brettunum aftur undir rúm, slökkvið af CS og gleymið UT2004 og síðast en ekki síst, afþakkið matarboð og takið ykkur mús í hönd og spilið UT yfir hátíðirnar.

‘Merry fragmas’