Hvernig nota skal Shieldgun Það er nú ekki svom flókið en það er best að koma því frá sér :)

Primary fire á shieldgun er svipað því og primary fire á gamla impact hamrinum var; þe. hleður upp og sleppir sjálfkrafa við snertingu eða þegar takkanum er sleppt. Það er hægt að impact-jumpa, en það er ekki lengur jafn hagkvæmt og í fyrri leiknum þar sem double-jump og fleiri hreyfingar eru komnar inn.

Secondary fire er hinsvegar nýtt af nálinni. Þegar sec. fire takkanum er haldið inni birtist lítill skjöldur fyrir framan mann. Skjöldurinn ver efri hluta líkamans ca. niðar að mitti. Skjöldurinn er með 100 í ammo og rechargast það sjálfkrafa á frekar góðum hraða. Skjöldurinn getur varið þig fyrir mest öllu, en til að fá sem besta vörn er að reyna að láta skotin sem koma að þér lenda á honum miðjum. Shieldinn endurvarpar einnig skotum frá “orkuvopnunum” (Shock, link) í tilviljunarkennda átt. Shieldinn veitir þó ekki vörn gegn ‘superweapons’ (Redeemer & ION cannon) og þú ert enn óvarinn aftan frá svo það ætti að vera létt að backstabba þig ef þú fylgist ekki nógu vel með umhverfinu.

Eitt að lokum,
Með því að miða niður með shieldinn í gangi þegar maður er að detta niður langa leið, td. fram af turninum í ctf-citadel, þá dregur shieldinn allverulegu úr falling dmg.

Kveðja,
DippeR