Hér fyrir neðan ber að líta hvernig mótið í Unreal Tournament fer fram á Skjálfta|4. Athugið að þetta eru fyrstu drög af því hvernig mótið verður því gæti þetta hugsanlega tekið einhverjum breytingum þegar nær dregur mótsdegi.

CTF
Í þetta fyrsta skipti sem UT er haldið á Skjálfta verður eingöngu keppt í CTF. Að sjálfsögðu munum við kíkja á hin modin svona rétt til að finna hvað mönnum finnst upp á næstu mót að gera.

Fjöldi í liðum. [4 per team]
Okkur langaði til að hafa 5 til 6 manna lið en vegna neðan greindra ástæðna höfum við ákveðið að hafa liðin fjögra manna.
1. Okkur var úthlutað einni borðalengju (og þökkum fyrir það) sem rúmar 24 leikmenn. Þannig að fjöldinn varð að ganga uppí 24 svo 4 eða 6 var það sem velja þurfti.
2. Við vitum að það eru lið sem eru að ná sér upp í UT og eru eins og stendur ekki fjölmenn. Því þykir við hæfi að velja lægri töluna (af 6 eða 4) í þetta skiptið.

Borð sem spiluð verða.
Að þessu sinni munum við spila öll níu borðin sem fylgir UT auk eins til viðbótar sem fylgir bónus pakkanum (það virðist vera það vinsælasta sem fylgdi þeim pakka). Hér er listin yfir þau.

CTF-Command
CTF-Coret {TBM}
CTF-Dreary {TBM}
CTF-EternalCave {TBM}
CTF-Face {TBM}
CTF-Gauntlet {TBM}
CTF-Hydro16 {BonusPack}
CTF-LavaGiant
CTF-Niven
CTF-November

Keppnin sjálf.
Þar sem við erum með 24 sæti og ef við reiknum með að þau fyllist (eru komin langleiðina) gerir þetta 6 lið. Allir munu keppa við alla, sem þýðir 5 leikir per team. Hver leikur fer fram svona:
Það eru spiluð 2 til 3 borð. Það lið sem er fyrr að vinna 2 borð vinnur. Borðin hér að ofan merkt með {TBM} (sem þýðir ‘Tie Braker Map’) eru notuð í þau skipti sem menn spila 3 borð. Ekki misskilja því þessi borð eru einnig spiluð í venjulegum umferðum, þetta þýðir bara að þeir sem spila {TMB}-borð spila þau tvisvar yfir mótið. Hvert borð er spilað með ekkert cap limit en tíma takmark er 20 mínútur og eins og menn vita þá getur sá tími farið í yfirtíma ef staðan er jöfn eftir eðlilegan leiktíma.

Tíma settning. Allur laugardagurinn er UT-CTF
Vonast er eftir því að sem flestir mæti á föstudegi. Geri sig kláran og prófi allan sinn búnað, kynnist hinum liðunum og komi sér í gír með smá æfingum í CTF og hinum og þessum modum. Keppnin sjálf byrjar á Laugardegi kl. 12:00. Gert er ráð fyrir góðum tíma og því byrjar ný umferð á tveggja klukkutíma fresti. Sem sagt 12, 14, 16, (matur hér á milli), 19, 21. Hver umferð er svona:
Klukkan slær (12, 14, 16, 19 eða 21) og 20 mín leikur á fyrsta borði byrjar, 15 min pása næsta borð, 20 mín leikur á öðru borði. Ef þörf er á {TBM} þá er 15 mín pása og þriðja borð byrjar. Þetta 120 mín pláss gerir ráð fyrir 105 mín í leik og pásu og því pláss fyrir 15 mín uppá yfirtíma ef það kemur uppá.

Loka Orð.
Því miður var ekki hægt að samtvinna þetta öðrum keppnum á mótinu eins og Atari bendir hér á í pósti sínum frá því 4. Oct, 2000. Eins mikið og við hefðum viljað það þá finnst okkur það ekki rétt gagnvart þeim sem eru einngöngu að koma á skjálfta til að spila UT-CTF (og önnur mod til skemmtunar). Við vonumst samt eftir því að sjá sem flesta af ykkur hinum á föstudeginum og sunnudeginum þegar menn spila til skemmtunar en ekki í keppni.

Kv. Alli
aka ~H2O~Alli_Iceman~