Þrjár tegundir til af þessu mappi:

orginal: Frekar ójafnt map. Er mun erfiðara að sækja á bláu stöðina en rauðu. Og ef bláir missa af flaggberanum þá eru þeir mjög ljótir að komast í veg fyrir hann með því að fara niður holuna fyrir aftann flaggið. Veit ekki hvort það er leyfilegt að fara með bláa flaggið þar niður, efa það samt.

command elite: því sem næst alveg eins nema að það er búið að koma í veg fyrir að það sé hægt að fara niður holuna með flaggið.

twincommand: Frekar ólíkt hinum tveim. Þó er þetta eiginlega sama mappið. Báðar stöðvar alveg eins, 100% speglun.

Ég myndi vilja sjá twincommand á skjálfta þar sem það er ekki ójafnt map eins og hin tvö og að mínu mati mjög skemmtilegt og hratt (reyndar eru hin það líka en það skemmir fyrir hversu ójöfn þau eru).

þetta er mín skoðun á þessu, hvað finnst ykkur?
Svo er bara spurning hvort þetta verður spilað á mótinu.

friður
potent