Ég var að spá í að hætta að spila UT en þar sem bannið fer í gang á mánudag… þá þarf ég ekki að spá í því meira. Persónulega finnst mér þetta afskaplega fyndið þetta framtak hjá þessu tveimur gaurum potent og balla. Mér finnst hins vegar þessar athugasemdir þeirra óþarfar að miklu leyti, enda gefa þær ekki aðra vísbendingu en þá að þeim sé illa við þessa einstaklinga, miklu frekar en að þeir séu vandamál á servernum. Ég set því upp smá lista fyrir mig, sem útskýrir helstu atriði sem ég er að spá í núna.

þeir segja: 3.svenni –þu hefur sennilega enga hugmynd–engillinn–; hræddur við að taka af skarið og notar lúmskulegar aðferðir í þinni baráttu við að fá að segja ekki neitt af viti // þetta er nú bara úr þessum gömlu H2O deilum. Hræddur við að taka af skarið, ég leyfi mér að efast um að menn jafn illa gefnir og þið tveir saman eruð getið skorið úr um svona hluti. Hvað kemur þetta banninu við?

þeir segja: 4.Radiance –þú fylgir svenna eins og skósveinn með bulli; respect? hvað varð um það mottó?; þú eins og hinir, ert aumingi. // Þetta er sönnun þess að þið eruð ekki að tala um framkomu á serverum, þetta er persónulegt málefni hjá ykkur, þannig að niðurstaðan er sú að UT er ekki lengur leikur hjá ykkur, heldur huglægt mat á persónuleikum

þeir segja: 5.mr.smile –þu þarft ekkert að segja okkur hvernig á stjórna; þolir ekki að einhver sé betri en þú í hverju sem er, með mikla minnimáttarkennd og er því ekki nema bara heimskur, heldur aumingi líka. // Full stórt tekið uppí sig, varla sæmandi mönnum sem eiga að heita stjórnendur. Ennþá er verið að tala um persónulega kosti fólks, merkilegt hvað þið hafið mikið vit á þessu!

þeir segja: 6.svolfluga–styður á bak við ofangreinda heilshugar án þora að segja nokkkur skapaðan hlut face to face; heigull. // læknirinn sagði að kannabisefni stuðluðu að ofsóknarbrjálæði, i guess that is the case! hvað er málið hjá ykkur? Styður ofangreinda einstaklinga, af hverju bætið þið ekki við í “alheims samsærinu” gegn adminunum á simnet, það myndi gera þetta mun heilbrigðara fyrir ykkur!

7.delphigiz–ferð á bak við fólk sem vill þér allt vel og notar hvaða tækifæri sem er til að sverta nafn þeirra sem gera það; aumingi. // það væri gaman að vita hversu mikið þið hefðuð slefað þegar þið rituðuð þessa grein. Ég fer ekki á bakvið fólk, það má vel vera að ykkur “finnist” það, enda finnst ykkur nú helvíti mikið miðað við þessa fáranlegu grein. Svo þessi fullyrðing að ég sverti nafn þeirra við hvert tækifæri, þetta er nú eflaust eitthvað sem meikar sence hjá ykkur saman að skrifa þessa grein. Ég sverti ekki nafn fólks að óþörfu, allaveganna ekki í þjóðfélaginu sem þarna úti fyrir utan ykkar þrönsýna UT heim.

Nú kemur örlítill listi frá mér:

<b>Bunny:</b> Þú átt við vandamál að stríða. Hversu stórtæk þau eru verðuru sjálfur að að meta og leita þér hjálpar en það er kominn tími til. Þér hefur tekist að brjóta upp 2 klön á stuttum tíma og virðist núna vera að uppfylla einhverjar sjúkar hugmyndir með þessu banni. Ég gæti skrifað heilan pistil um mína skoðun á þér persónulega en sé engan tilgang með því. Þú ert einfaldur, of einfaldur til þess að ég nenni að eyða tíma í svona bull-framkvæmdir hjá þér sem enda ávallt í blindgötu. Þú ert góður spilari í UT, en það sem vantar eru einnig tengsl við raunveruleikann.

<b>balli:</b> Nú veit ég ekki hvað maður á að segja. Þú hefur gert góða hluti fyrir UT á íslandi, þú gerir það kannski áfram. Það hins vegar að fullorðinn maður láti leiða sig áfram útí svona aðgerðir af manni eins og bunny er veikleikamerki, gríðarlegt veikleikamerki.

<b>Alli:</b> Ég held þú takir þessu öllu of alvarlega. Fyrir utan það að vera skrifblindur og drepleiðinlegur inná þessari síðu. Lighten the fuck up!

<b>BjörnJul</b> Ekkert að segja, þekki manninn voðalega lítið. Hef bara kynnst góðu af honum. Fær þakkir fyrir að gera góða hluti dags daglega fyrir UT.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er allt á persónulegu nótunum. Þegar maður spáir í því, að þetta sé tölvuleikur er verður þetta öllu fáránlegra að maður þurfi að skrifa svona grein. Menn eiga að spila leikinn til að hafa gaman af því… ekki til þess að hann verði eina takmarkið í lífinu. Fyrir utan það að þessar aðgerðir eru hlægilegt merki um það að menn séu aðeins búnir að missa tengslin við raunveruleikann. En vonandi þá ná þeir að tengjast aftur…

það eru nokkur retörd sem maður ætti kannski að rakka niður í leiðinni, en sé lítinn tilgang í því… nóg að þekkja snillinga eins og þessa menn!

thx 4 past games!
c ya

DelphiGiz
|SUN|warrior