Ég er búin að uppfæra mapvote-ið. Nú er ekki hægt að fá sama mapið nema með 8 mappa milli bili (þessi tala er stillanleg).

Þið sjáið þarna í server info að það er komið svona uppkast af reglum á server-num. Þetta er á ensku enda hafa íslendingar sem ekki skilja þetta ekkert að óttast. Þetta eru svona common sence reglur og veit ég ekki betur en allir íslendingar fara í einu og öllu eftir þessu.

Þetta kvart og kvein um mapvote-ið er bara ykkar mál því í upp hafi var ég alfarið á móti þessu enda sama sagan hér eins og allstaðar þar sem mapvote er (kvart og kvein). Þetta var eingöngu sett upp vegna þessa að menn voru alltaf að kvarta og kveina eins og venjulega út af mapcycle-inu sem við adminar völdum. Enda ekki spurning sömu mennirnir að kvarta. Það er bara málið að það eru alltaf sömu mennirnir að kvarta og kveina. Finnst ykkur eitthvað skrítið að við séum að reyna að losna við ykkur.

Það er vinna fólkin í því að fá þessa hluti til að virka. Ég var tildæmis 3 tíma að uppfæra þetta mapvote dæmi, ætlaði aldrei að virka. Þetta er allt gert í sjálfboða vinnu og allt gert fyrir ykkur. Bara hættið þessu bulli með kvart og kvein.

Þetta bull með að við séum alltaf að kick-a og banna. Þetta er bara bull. Það er svo sjaldan að maður kick-ar að það er ekki þetta littla. Það kemur fyrir að það er einn og einn afk maður sem fær að fljúga. Man ekki eftir að hafa bannað neinn nema einu sinni í 30 mín eða svo og það eru ár og aldir síðan (það þýðir um einn eiða tveir mánuður hjá mér).

Og það er alveg á hreinu að simnet lætur ekki hvern sem er fá aðgang að þessum vélum bara se sona. Ef við admin-ar værum ekki heilir á heila og sál gætum við verið búnir að nýta okkar aðstöðu til að gera margvíslegan usla. Þannig að ef svo færi að menn komist að þeirri niður stöðu að adminar eru ekki nógu góður þá er þetta bara búið, það er server-arnir fara bara niður og vélarnar notaðar í annað.