Hvernig væri nú að spila heilan leik til enda í stað þess að láta sig hverfa í miðjum leik. Þeir sem eru í liðinu sem er undir eru sérstaklega iðnir við að lauma sér út með skottið milli lappana. Er þetta ekki bara roluháttur?
Það virðist vera því sömu leikmennirnir eru svo mættir inná aftur skömmu síðar þegar í gangi eru ný lið og nýtt borð.

Hver sem skoðun ykkar er á þessu þá skulum við lyfta spilamennskunni aðeins upp og klára hvert borð til enda með sóma.