Tilkynningar:
Tveir leikir hafa verið ákveðnir
———————–
FUBAR skorar á TfB um annað sætið.
Dagur: Laugardagurinn 26.05.2001
Tími: 20:30
Borð sem eru spilið eru:
CTF-McSwartzly][
CTF-Face
CTF-November
———————–
.TnT. skorar á brb um fyrsta sætið
Dagur: Þriðjudagurinn 29.05.2001
Tími: 21:00
Borð sem eru spilið eru:
CTF-November
CTF-ThornsV2
CTF-Face
————————-
Leikmenn þessara klana eru beðnir um að mæta tímanlega fyrir leik á ircið til þess að fá á hvaða server leikur er og passa.
Leikir eiga að vera frá 4 vs 4 til 6 vs 6 en það fer eftir því klani sem hefur minna af leikmönnum, minnst er samt 4 vs 4. Annars er fólki bent að lesa reglurnar í sambandi við hverjir velja litinn í hvaða borðum og í hvaða röð þau eru spiluð.
————————-
Aðrar fréttir:
Núna er meira en vika síðan opni íslensku UT ladderinn var settur í gang og hefur hann bara gengið nokkuð vel. Reyndar hefur eitthvað borið á því að klön eru of sein að svara áskorunum og tapa því sjálfvirkt, en það virðist vera búið núna og allir farnir að átta sig á hverning þetta virkar.
Komnir eru hátt í 200 dómar á möp sem þýðir að UT spilarar eru jákvæðir í garð þessa fídus að geta dæmt maps.
Reyndar er ladderinn enn þá í prófun þrátt fyrir að hann sé í gangi þanning svo að fólk getur búist við smá truflunum eða/og breytingum. En samt er ladderinn í fullum gangi.
Þetta er fyrsti alvöru “sjálfvirki” leikja ladderinn á íslandi sem fer í gang og hefur UT samfélagið skotið öllum hinum leikjunum ref fyrir rass í því samhengi. Til hamingju UT á íslandi. Við erum minnihluta hópur eins og er en við sópum til okkur æ fleirri spilurum og höfum vaxið mikið.

Þeir sem hafa ekki séð ladderinn ennþá þá er hann að finna á
http://www.base.is/unreal/

Enn aðrar fréttir:
Takið verður mjög harkalega á orðbragði og áreitni á public serverum á íslandi hér eftir og líka off servers eins og á #ut.is og huga. Þeir sem verða uppvísir á að brjóta þessi viðmið geta átt von á tímabundu banni. Allt tal á serverum er loggað þanning að útaf því enginn Admin er á server þýðir ekki þeir geti ekki séð hvað hefur verið að gerast.
Bottom line: Núna eiga allir að leika sér fallega og haga sér eins og fólk annars!!!!!

Kveðja
“Stjórnin” hver sem hún er.