Jæja - á morgun verður útborgað og því möguleiki á að fjárfesta í nýja UT. Mér finnst lítið hafa komið fram hér á korknum hvernig þeim sem þegar eiga leikinn finnst hann. Það er því spurning hvort menn séu ánægðir með leikinn eða er peningnum betur varið í 4 kippur af bjór?

Mig langar líka að spurja hvort nauðsynlegt sé að hafa DVD diskinn í drifinu þegar maður spilar leikinn? Ég er nefnilega ekki með DVD drif í tölvunni þó ég eigi það til og geti tengt það bara til þess að setja leikinn inn.

Síðan að lokum fyrir þá sem eiga eftir að kaupa, þá er leikurinn á kr. 3.990,- í Elko og kr. 4.499,- í BT. Ég veit ekki hvort hann sé til hjá öðrum (t.d. Hagkaup/Expert).

FlipFlop