Svo virðist sem að það séu um ~20 hræður eftir í þessu samfélagi sem láta í sér heyra.

7 af 20 (35%) nenna að spila UT2003 og vilja server. Þannig að fyrir mína kanta er hann kominn í gröfina og fær ekki krans og kerti frá samfélaginu - því miður.

12 af 21 (57%) ætla að kaupa UT2004 sem er bara mjög gott mál. Það er almennt meiri áhugi fyrir þessum leik en UT2003, sömuleiðis einnig fyrir utan UT samfélagið. Vonandi bætist í hópinn og ferskt blóð fær að renna stríðum straumum.

Svo er það stóra spurningin - er UT samfélagið að verða meinloka klúbbur sem höndlar engar nýjungar ?

( Gamalmenni fussa og segja : “þetta er ekki tónlist! Þetta er bara hávaði, slökktu á þessu eða settu eitthvað gamalt á fóninn!” )<br><br>|Z|PeZiK
|Z|PeZiK