Ég ætla að leyfa mér aðeins að kvarta hérna. Fyrir um ca.1 ári síðan var hér endalaust kvartað hér um að enginn væri að spila UT. Síðan kemur upp þessi server og menn virðast vera að spila þar þó nokkuð og þá er aðal kvörtunin um að það séu of margir að spila (ekki réttu mennnirnir). Mér finst gaman að spila á netinu og hef stundum spilað úti, en vildi frekar spila innanlands ef hægt væri.
Menn eru að kvarta um hegðun og annað. Af hverju koma þeir þá ekki með grein eða kork um rétta hegðun á server? Ef maður opnar munnin fær maður það í hausinn að maður sé noob. Ég veit það vel og þarf ekki fyrrverandi nooba til að segja mér það!
Ef maður á að verða betri þarf maður að spila við sér betri spilara. Eins og ég sagði hér á öðrum korki þá er ég kurteis maður og yfirgef með glöðu geði leik (CTF) ef klön eða einverjir sem eru saman í liði vilja spila saman í friði.
En að hér sé kominn upp umræða að loka servernum vegna þess að menn séu lélegir finnst mér nokkuð langt gengið.