D.A.C.S.A.S. LAN Í K-LANINU

Der Anti-CS Alien Slugfest

(Þessi tilkynning er póstuð á nokkrum korkum sem eiga við)

Sælir, huga leikjaunnendur! Ég og félagar mínir höfum rekið okkur á að sum eða öll eftirfarandi vandamál koma oft upp á lönum:

1) Alltaf sama tuggan. Counter-Strike nauðgað í sömu gömlu möppunum (eða einhæfum aim möppum). Menn geta stundum ekki prófað eitthvað nýtt af ótta við að vera núbb á ný…

2) Ósætti um hvað skuli spila. Oft fer mikill tími í það að karpa um hvað skuli spila næst og oft endar það með því að allir spila sitthvorn hlutinn (eða LANa ekkert yfirhöfuð, meira um það næst).

3) Fólk er ekki að LANa á LANinu. Menn eru af einhverri eða annarri ástæðu lítið að LANA á LÖNUM! Annaðhvort að slæpast á public, húkandi einir í singleplayer eða scrimmandi með (CS) claninu sínu. Næstum broslegt.


Þessvegna ætlum við að leigja K-Lan salinn í 12 tíma yfir laugardagsnóttina 9. ágúst (frá 11 til 11) og halda 16-18 manna lan. Kostnaður fyrir 12 tíma leigu á tölvu, húsnæði og leðurstól er 1000kr á mann. (nokkuð gott miðað við að stakur klukkutími kostar 300 kr). K-Lanið er á Laugarvegi 7. Tölvurnar eru á bilinu 1.5 Ghz GeForce2 upp í 2.8 Ghz GeForce4. Sjá www.k-lanid.is fyrir frekari upplýsingar um staðsetningu o.fl.

Á þessu lani verður um það bil 7 klst löng “dagskrá” (prógram), þ.e. um hvað verði spilað og hvenær. Þetta er gert til að sleppa við vandamál 2 og 3 fyrir ofan. Einnig verður ætlast til þess að fólk spili ekki singleplayer/public/scrimm yfirhöfuð. Hugmyndin með að birta dagskána hér, fyrirfram, er að allir geti litið á hana og ákveðið hvort þetta sé eitthvað sem þeir vilja taka þátt í eður ei.

Þetta verður, eins og þið sjáið, þónokkuð löng nótt hjá okkur og mæli ég með að allir notist við “Ruslfóður og Orkudrykki ™”, sem fást t.d. í 10-11 beint á móti K-Laninu.

Hin raunverulega “dagskrá” er fyrir leikina sem þurfa hvað flesta leikmenn. Það skal tekið fram að reiknað er með að klára round/map sem er í gangi, áður en skipt er um leik. Dagskráin lítur svona út:

11:00 Lanið hefst með spilun á Battlefield 1942, í u.þ.b. 1 klukkutíma (rúman líklegast)
12:00 Upphitunin heldur áfram með Battlefield moddinu Desert Combat, í u.þ.b. 1 klukkutíma
01:00 Því næst smellum við okkur í slugfestið, Natural Selection 2.0 verður spilaður í u.þ.b. 3 klukkutíma.
04:00 Hart á hæla NS fylgir Enemy Territory, sem verður spilaður í u.þ.b. 2 klukkutíma (eða bara bæði campaign?)

06:00 Loks tökum við hina sígildu þjóðaríþrótt, Capture The Flag, í Unreal Tournament 2003, stefnt er að því að taka 4 möpp með 15 mínútna timelimit, en það er alveg pláss fyrir framlengingu ef stemming er fyrir.

Nú er klukkan sjö og sumir gætu verið að lyppast niður. En fyrir hina hraustari (eða koffín dópaðri) meðal okkar þá koma ýmsir leikir, sem þurfa færri leikmenn, til greina. Eins og til dæmis:

Deathball: Hreint bráðsmellið modd fyrir Unreal Tournament 2003. Þetta virkar ekki ósvipað og fótbolti nema hér er boltanum skotið og andstæðingar limlestir. Gaman er að spila 3vs3 og upp úr. Spennandi og fjölskylduvæn skemmtun.

BattleZone II: BZ og BZII eru lítið þekktir en þeir innleiddu ýmsar byltingar inn í leikjabransann. Fyrsti Action-Strategy leikurinn og fyrstur með “Commander Mode”. Intense hovertank action sem svínvirkar í 2vs2 eða 3vs3 (hef ekki prófað 4vs4 en ef netkóðinn fílar það þá ætti það að virka).

Day of Defeat: Þennan þarf varla að kynna. Seinni heimstyrjaldar, þýsku-öskrandi hasar.

Team Fortress Classic: Sígildur class-based teamplay leikur. Vegna færri leikmanna myndum við líklega spila Dustbowl mappið (annað liðið pure attack, hitt pure defence).




Nú tek ég fram að að eftir að “dagskránni” lýkur, þá tekur við frjáls tími. Við gætum tekið alla eða engan af leikjunum í seinni listanum (þó ég vildi endilega sjá fólk taka Deathball, því hann er einfaldur og skemmtilegur). Við gætum líka ef mannskapur og vilji er til, spilað meira af leik sem spilaður var í dagskránni.

ATH: Notast verður við lýðræðislegar handauppréttingar ef það skyldi þurfa að taka ákvarðanir um eitthvað. Ef ekki er unnt að komast að niðurstöðu með því móti, þá munu skipuleggjendur eiga síðasta orðið.

ATH: Það er allt í lagi þó menn séu ekki reyndir í ofantöldum leikjum. Bara að þeir hafi raunverulegan áhuga á að læra á þá og spila þá.

ATH: Ef ekki tekst að fá að minnsta kosti 16 manns á lista fyrir næsta laugardag (9. ágúst) þá stefnum við á laugardaginn þar á eftir (16. ágúst). Ef það gerist verða allar umsóknir geymdar, og þið látin vita af frestuninni.

Jæja, þá er ég búinn að lýsa fyrir ykkur í smáatriðum hvernig þetta verður. Þeir sem hafa áhuga, telja sig geta mætt tímanlega og verið allavega gegnum “prógramið” geta sent mér email eða huga skilaboð með nafni, nicki, aldri og frekari upplýsingum (áhugasvið og/eða reynslu) ef þið viljið.

Þeir sem sækja um fá staðfestingu um að það verði af þessu og hvort þeir verði með (ef það skyldu fleiri en 18 sækja um). Ef þið fáið ekkert svar frá mér (hvort sem það verður vegna tapaðs netfangs, mistaka eða ófyrirsjáanlegra hluta) þá biðst ég afsökunar á því og þið neyðist til að taka því sem synjun, ef ég næ ekki tímanlega í ykkur með öðru móti.

P.S Þó CS sé ekki spilaður fyrirlítum við hann ekki á nokkurn hátt. Okkur finnst bara tími til kominn að taka í eitthvað ferskt (no pun intended). Öll flame afþökkuð.
<br><br>NS: ARG
BF: ARG
ET: OBhave
DoD: Hitler Er Besti Vinur Barnanna
UT2k3: ARG
í CS hét ég OBhave
í TFC hét ég [EN]OB1