Fjölbrautaskólinn við Ármúla er að slá met í þátttöku sinni á UT-2003, ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi, en 37 kennarar hafa skráð sig á ráðstefnuna, og fara ekki fleiri frá nokkrum framhaldsskóla á landinu. Næstflestir kennarar koma frá Iðnskólanum í Reykjavík, en þar á eftir er Verslunarskóli Íslands sem sendir 22 kennara á ráðstefnuna.

Víst er að gaman verður að kynna sér nýjustu tæknina í skólastarfi, en síðasta UT-ráðstefna var haldin í fyrra í húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð og var mjög áhugavert að fylgjast með erindum og sjá nýjasta tækjabúnaðinn þar.

Í ár verður ný áhersla á ráðstefnunni, en lögð verður megináhersla á virk skoðanaskipti þátttakenda og verða málstofur margar og eflaust mikið rætt og spjallað. Ekki verður spurt að því að kennarar FÁ munu þar láta í sér heyra, enda margir hér sem hafa mikið til málanna að leggja.
<br><br><b>
<a href="http://kasmir.hugi.is/nookie">Þetta eru EKKI naktar glæsimeyjar</a>

±TbF±nookie
</
-