Góðan daginn! Ég hef ákveðið að skrifa smá grein um UT eftir að Ut2003 kom út og UT hvarf alveg. Þegar maður var lítill spilaði maður ekkert nema Mario Bros og félaga í Nintendo( sem ég á ennþá btw:) og það var ekki hægt að slíta sig úr þeirri snilld. Svo fór ég til heimsóknar eins vinar míns í skóla og þá fékk ég að prófa PC tölvu og vá! Þvílík dýrð það var. Svo var maður búinn að röfla í foreldrunum í marga mánuði og loksins fékk maður þessa PC tölvu.

Svo fór ég að fíflast í Half-Life(ekki cs) og kláraði hann sem fyrst og svo hitti ég frænda minn (Oblivion) og hann spurði mig hvort ég spilað UT og eftir það fór ég og installaði UT og prófaði þetta og eftir það var engin endurkoma. Ég spilað 24/7 og fékk ISDN og spilaði við félaga mína: Tamerlane, Loque og Archon. Svo loksins fékk ég að vita það að þetta voru bottar. Hafði verið að spá af hverju þeir töluðu svona lítið og svöruðu manni aldrei:)
Allaveganna þá skipti það litlu máli fyrir mig. Ég fékk bara að spila UT! En þar að auki var UT menningin svo active og það var eiginlega aldrei tómur CTF server. Svo fór maður að spila með AI og HiC og fór á Skjálfta og læti. Maður spilað líka með félögum eins og Svolfugu, H20* mönnum o.fl. Verð að minnast á það að ég var frekar óþolandi n00b og fékk ósjaldan kick/bann frá Balla og félögum en svo fór maður að fatta þetta allt saman.


Núna er svo komið að UT menningin er horfin og það fer illa í mann en það er samt huggun í því að vita að UT2K3 mun taka við af honum og mun líklegast viðhalda sæmd UT. Það sem ég vildi segja með þessu er bara GG allir sem ég hef spilað við.

Vil þakka H20* mönnum sérstaklega fyrir að stofna UT menninguna hér á landi, redda okkur serverum o.s.frv. Að sjálfsögðu líka Bjornul sem hefur verið okkar helsta stoð frá byrjun til enda. Þar að auki vil ég þakka ±TbF± mönnum fyrir alla sigrana og clanmatchana:).

<b>GoodBye Unreal Tournament</b>

“We loved you, but won´t miss you”

Þetta quote vil ég endurtaka frá UT spilurunum í Fooze.

Good Game guys.

*=H20 er þá original klanið sem var þegar ég byrjaði(Balli, DNA, Bunny o.fl.)