klukkan 15:20 á laugardeginum þann 13. júlí ákváðu menn að fara að spila á LMS servernum, þeas menn töluði saman á irc og ákváðu að fjölmenna á serverinn.
Ég fer inn, voða gaman bara eins og vanalega, nema svo þegar aðeins fer að líða á leikinn sé ég að 2 spilarar, ég nefni engin nöfn eru að hlaupa saman hlið við hlið og eru ekki að drepa hvorn annann.
Kvöldið áður hafði ég sagt við þessa menn að þetta væri ekki leyfilegt og hafði ég þá kennt þeim smá lexíu fyrir að ég taldi brot sín, en snúum okkur aftur að laugardagsleiknum. Ég sagði við þá að ég þetta væri ekki leyfilegt og ég var búinn að segja það áður en þeir komu alltaf með einhverja bull afsökun, þetta er LMS og ef að einhverjir vilja vinna saman, þá geta þeir bara farið og dloadað þessu LTS (Last Team standing)

Þar sem ég er admin á þessum server þá taldi ég að aðeins eitt væri til ráða til að stöðva bæði þennann þursaskap og þessi leiðindi. Ég kickbannaði þá reyndar bara í 5 mín, svo fór ég á irc og ræddi við þá, í von um að þeir myndu taka orð mín með alvöru(bara svona einu sinni). En því miður gekk þetta ekki eftir eins og ég vonaðist til.
Annar aðilinn fór að blóta mér í private og hinn fór að nöldra á ut.is sömu lélegu afsökunina sem er alveg fáránleg. Hann sagði “bíddu.. má ég ekki drepa þann sem ég vil?” ég meina við erum að spila LMS, þetta er bara steypa ef einhverjir fara að vinna saman. allavega þegar það eru 3-4 á servernum 2 vs 1, bara steypa
Svo róuðust menn niður og ég náði að koma vitinu fyrir í annann aðilann og sagðist vera búinn að unbanna hann og hann lofaði að gera þetta ekki aftur, ég vona að hann standi við orð sín.

Ég vill endilega fá athugasemdir frá sem flestum hvort ég sé að gera ranga hluti með þessu eða rétta. Er þetta ekki það sem Admin á að gera?, endilega segið ykkar álit.

±TbF±Electro