Áminning til Samfélagsins Unreal spilarar;
Einsog þið vitið erum við eitt fámennasta leikjasamfélagið á Íslandi. Allavega myndi
ég ekki telja fleiri en í mesta lagi 70 spilara á landinu, þá bæði active og inactive.
Og önnur staðreynd er að mórallinn í samfélaginu er ekki sá besti og heldur mörgum manninum
frá UT.

Hvernig væri nú að við tækjum okkur á og reyndum að hætta þessum leiðindum? Þá bæði inn á server,
á IRC og á Huga. Ef það tækist, væri það stórt skref fyrir þetta litla samfélag sem
undanfarið ár hefur lent í ýmsum leiðindum. Fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir þá eru dæmi um
þessi leiðindi það að heilt clan hætti og hvarf, við misstum frábæran admin (En vorum þó heppnin
að fá annan frábæran í staðinn) og misstum 2 UT servera, þám. skjalfta19.simnet.is sem hostaði
meðal annars ClanMatch serverinn sem varð þá að færa yfir á skjalfta26.

síðan langar mig að benda ákveðnum aðila sem mér hefur þótt kvarta mest seinustu vikur á <a href="http://www.hugi.is/unreal/greinar.php?grein_id=42600"> þessa </a>
grein. Hann sér strax hver hann er. Ég biðst þó afsökunar fyrir að koma merð beint skot á eina
persónu hérna, en þessi aðili er bara einn af mörgum sem þurfa að taka sig á og ég er engin undantekning.

Með kveðju,
±TbF±DippeR²