Nú var ég að lesa grein í nýjasta hefti PC Gamer um Unreal 2
sem er á næsta leyti. Og ég verð að segja að ég varð frá mér
numinn af spenningi. Þar kom meðal annars fram að grafíkin sé
vangefin (ein sú besta hingað til). Einnig var talað um spennandi
valkost fyrir CTF og fleiri mod því hönnuðir eru önnum kafnir
við að búa til huge landslagsborð fyrir leikinn sem og venjuleg
borð en það voru þessi gígantísku landslagsborð sem voru að heilla
mig upp úr skónum því það voru screenshots þarna sem voru to die
for hreinlega! En allavega þessi landslagsborð eru eins og ég
skildi það aðallega hugsuð sem möguleiki í CTF og þá verður sko
fjör, einhversstaðar úti í miðri náttúru að leita að drápum
og flaggi andstæðingsins (alvöru paintball heima í stofu).
Endilega veriði ykkur úti um þetta blað sem er nú komið í allar
bókaversalanirnar. (Það var einnig huge grein um Return to castle
wolfenstein sem er in the making) Hrein snilld!