Sum klön í UT hætta stundum strax um leið og þau eru byrjuð. Hér eru nokkrar leiðir hvernig á að halda eða byrja klan:

1. Byrjunin
Byrjaðu allaveganna að spila á serverum og æfðu þig og taktu þátt í lönum og mótum t.d puttanum. Reyndu að láta sem flesta vita hver þú ert og reyndu að vera þekktur í UT samfélaginu svo að fólk vilji koma í klanið þitt. Það vill miklu frekar koma í klanið þitt ef þú ert góður og þekktur.

2. Að starta klaninu.
Veldu einhvern til að byrja klanið með þér, svona 1-2 manns til að byrja er fínt. Ef það vill enginn byrja í klaninu þínu taktu þá bara n00bs því og ef þú safnar nógu mörgum þá byggist klanið mjög hægt upp og verður að stóru og góðu klani með tímanum. Ef þetta gengur ekki ekki hætta heldur reyndu að halda áfram með það og æfðu þig. Eða þú getur borgað öllum til að koma í klanið þitt! Skrifaðu líka kork á huga um að klanið þitt sé til.

3. Að vera virkir
Láttu alla meðlimi í klaninu þínu spila ALLTAF með klantaggið ykkar og spilið oft á íslenskum public server. Því þið þjálfist bráðum upp og verðið góðir og klantaggið ykkar verður þekkt. Bjóðið líka í önnur klön í klanmatch leiki, kannski fyrst klön sem eru á ykkar leveli og síðan erfiðari og erfiðari klön

4. Að halda klaninu saman
Ekki hætta með það strax ef þið tapið fyrsta klanmatch leiknum. Ekki hætta með klanið punktur

5. Klantagg
Reyndu að finna eitthvað flott orð t.d [JOE] :) Helst hafa það þriggja stafa en ekki mjög langt eins og [HESTARNIR]. Það er líka mjög flott að hafa skammstöfun t.d TbF = Trúboðafolarnir. Síðan að búa til eitthvað logo

6. Leader
Hvert einasta klan þarf leader. Best er að velja manninn sem er með góða skillz og veit hvað hann er að gera. Til dæmis á mótum þá þarf mann til að skipuleggja hvaða borð þarf að taka og hverjir verða í byrjunarliðinu. Gott dæmi um leader er ±TbF±ZaPpY sem skipuleggur allt fyrir klanmatch leik og ræðir um hvaða möp á að taka o.s.fr.

7. Teamplay
Ef klanið ykkar á að vera eitthvað sérstakt þarf að æfa teamplay t.d hverjir verða í sókn og vörn og miðju. Ég skrifaði einu sinni grein um teamplay fyrir löngu finnið hana bara.

8. Og síðasta sem mér dettur í hug er æfingar. Safnaðu klaninu saman og æfðu það svona einu sinni í viku, æfa t.d teamplay. Gott er að panta klanmatch serverinn á huga áður en æfing hefst

Mér dettur ekkert meira í hug. Bless

±TbF±Roadrunne