Defence Alliance Á síðasta smell, kyntist ég skemmtilegu mod-i fyrir UT, sem nefnist Defence alliance (DA). DA var víst ný komið út þegar að ég prófaði það fyrst, en nú er komið beta patch 1.1.

DA er co-op mod þar sem að margir spilarar vinna saman gegn ca. 30+ bottum. Þetta gengur ekki utá að drepa sem flesta, og vera bestur, heldur gengur það útá að verja sérstakt svæði í ca. 15-20 mín frá bottunum. Ef 1 botti kemst á svæðið sem þú ert að verja, þá tapar liðið þitt, og skipt er um borð. Það er ávalt létt að drepa einn botta, en 50! Það er annað mál…

DA notar class-based system með 6 klössum. Þeir eru: Infantry (Assault rifle loadout), Sniper (Sniper rifle), Grenadier (Grenade launcher), Medic (getur heal-að), Mechanic (getur byggt 2 gerðir af turretum og ammo-crates. Getur einnig lagað turret) og Machine gunner (getur notað turret sem mechanic býr til). Öll klössin hafa 1x pistolu, 2x handsprengjur og 1x kníf.

Þar sem að DA er TC (Total Convertion), eru þetta glæ-ný borð, glæ ný vopn og glæ ný skins.

Meðað við að þetta er Beta 1.1, þá finnst mér þetta vera hreinlega vel gert. Ég hef lengi beðið eftir einhverju svona löguðu fyrir UT, eða HL, eða eitthvað. Núna er það loksins komið, og ég er í skýjunum. Einnig vill ég benda á að þetta er SNILLD fyrir LAN.

Ef þið viljið downloda modinu, eða viljið frekari upplýsingar, þá getið þið farið á http://www.planetunreal.com/da/ .

Ef það eru einhverjar stafsetniga villur hér, þá vil ég byðjast afsökunar…