Ég hef tekið eftir að mömmur sumra spilara kenndu .eim greinilega ekki mannasiði svo ég ætla að koma með smávegis gagngrýni á allt UT samfélagið og reyna að gefa fólki nokkra hugmynd um hvernig það á að haga sér á serverum.

-Uppnefndu ekki aðra spilara.

-Ekki flooda leiðindi, eða flooda það sama aftur og aftur. Það fer í taugarnar á ótrúlegasta fólki.

-ekki öskra á eða vera með önnur leiðindi við fólk, sérstaklega ekki newbiana (n00bs) því þeir eru oft viðkvæmari en aðrir því þeir eru enn að læra á leikinn og fylgjast oft með hvernig aðrir spilarar láta. Þannig ef þeir sjá marga spilara vera með skitkast og leiðindi eru miklar líkur á að þeir byrji á því líka. N00bar eru líklegastir til að hætta að spila netleiki.

-Ef þér gengur illa í leik, láttu það þá ekki bitna á öðrum sem eru að spila hann, farðu frekar af servernum, slapaðu af og komdu aftur.

-Ef þú þarft virkilega a segja eitthvað við einhvern, þá skaltu ekki gera það á server. Fáðu frekar viðkomandi til að koma á IRC og spjalla um málið þar. Fólk vill nefnilega oftast spila í friði.

-Verið kurteisir við admina, það borgar sig. Margfalt.

-Verið ekki idle á server sbr. iðjulausir, ekki við tölvuna. Það er bara lame og þegar þú ert idle ertu kannski að taka pláss frá þeim sem eru við tölvuna og eru tilbunir að spila. Farðu frekar af servernum og komdu aftur.

-Ef þú telur einhvern vera með aimbot eða nota önnur svindl, þá skaltu ekki byrja á því að öskra á viðkomandi. Gerðu heldur þetta; farðu í UnrealTournament->options->player setup og hakaðu við play as spectator. Farðu síðan í Multiplayer, og reconnectaðu við serverinn. Með því að gera þetta ferðu í spectator mode. Veldu aðilann sem þú telur vera að svindla, opnaðu console og skrifaðu “demorec svindl” eða annað heiti fyrir demoið. Þegar þú telur þig hafa náð nógum sönnunum, farðu þá út úr leiknum, inn i UnrealTournament möppuna veldu system og finndu þar Svindl.dem. Sendu þann fæl beint inná Unreal@simnet.is og láttu admina vita.


Ég ætla síðan bara að biðja ykkur að haga ykkur og sýna kurteisi, því einsog flestir vita verður UT ekki á næsta Skjálfta vegna ónógrar aðsóknar. Þetta hefði verið hægt að bæta upp með því að hafa UT samfélagið vinalegra og taka betur á móti newbieum. En það sem er liðið er liðið og UT verður ekki á Skjálfta hér eftir. Það er bara ekkert að gera nema bíða eftir UT2 og vona að það fari ekki sömu leið.

Happy fraggin'
±TbF±DIPPER