Hvað er Unreal Tournament 3?

Unreal Tournament 3(áður, Unreal Tournament 2007) er næsti leikurinn í röð Unreal seríunnar. Leikurinn er gefin út af Epic Games og keyrir á hinni þekktu Unreal Engine 3.

Hvaða gamemod eru í UT3?

Deathmatch(DM): Dreptu eða vertu drepinn
Team Deathmatch(TDM): Vinnið saman sem lið og drepið sem flesta.
Capture the Flag(CTF): Komndu fána óvinarins í þitt base óáreyttur. Var langt um vinsælasta mod Íslands á sínum tíma. Held að það heyri sögunni til og tímar TDM hefjast.
Vehicle CTF(vCTF): Capture the Flag, með allskyns tækjum og tólum.
Warfare: Onslaught og Assault blandað saman í einn svakalegan pakka.

Einhver ný vopn?
Stinger og Minigum sameinast í Stinger Minigun og gamla Lightning Gun víkur í staðin fyrir klassískan Sniper-Rifle

Hvenær kom leikurinn út?
Leikurinn kom út seint á síðasta ári, en er núna rétt að fara almennilega í gang eftir nokkrar endurbætur. Þessvegna er núna rétti tíminn til að byrja spila!

Er demo?
Já, getur náð í demoið hérna á huga.
Þó mæli ég með að þú kaupir þér leikinn strax, því demoið eyðileggur svolítið fyrir ;)

Hvernig vél þarf ég?

Að minnsta kosti(svona hér um bil, alltaf hægt að tweake-a :)
Windows XP SP2 or Windows Vista
2.0+ GHZ Single Core Processor
512 Mbytes of System RAM
NVIDIA 6200+ or ATI Radeon 9600+ Video Card

Mælt með
2.4+ GHZ Dual Core Processor
1 GBytes of System RAM
NVIDIA 7800GTX+ or ATI x1300+ Video Card

Eru einhverjir að spila leikinn online?
Eins og það eru fáir sem eiga eða spila leikinn hérna hérlendis þá er stórt samfélag í Evrópu. Clanbase eru duglegir að halda keppnir, deildir og ladderar eru alltaf uppi. Leikir eru broadcastaðir á nær hverjum degi. Þótt það séu kannski fáir á serverum, liggur samfélagið bak við tjöldin. Leitað er eftir æfingum og mötchum á ircinu og fær maður yfirleitt match frekar fljótt ;)

Hvar kaupi ég leikinn?
Leikurinn kostar 2995 kr í ELKO!

Er það þess virði?
Já?

Eru einhverjir íslenskir serverar?
Ég fjárfesti í einum slíkum og er hann staðsettur í London. Dagar hins háa pings eru liðnir og erum við íslendingarnir að pinga c.a 60-70 til nálægustu Evrópuríkja.

Fæ ég afnot?
Ef þú biður fallega, svo er ég alltaf game í 2on2 eða duel :p

Er mikið af drasli sem ég þarf að ná í?
Neinei, þegar þú ert búinn að ná í patchinn og helstu möpp þá ertu vel sett(ur).

mIRC rás?
Já! #ut.is á irc.quakenet.org! CAMPA hana.
Þótt við séum fáir.

Einhver íslensk clön?
Já ég, Punchbag og Balli Flame erum að leika okkur að matcha undir [OPAL]

Hvað á ég að gera núna?
Mér er slétt sama, en ágætis hugmynd væri að lesa Hvað á ég að gera núna á forsíðu hugi.is/unreal