Ég hef tekið eftir því að UT hefur stækkað og margir(nokkrir)newbies byrjaðir að spila leikinn en vita ekkert hvernig á að spila hann. Enda skiljanlegt því þeir eru nebies:Þ Ég vil bara benda á nokkra mikilvæga hluti sem þið eigið að taka þátt í á skjalfti.16 því sumt af því sem þið gerið gerir mig mjög pirraðann! :Þ Hér eru nokkur ráð handa ykkur newbies (og öðrum:Þ)

TEAMWORK

1. Coverið fánaberann ykkar!!
Ég hef oft lent í því þegar ég er að spila,þá menn labba bara framhjá mér þegar ég er með fánann og bíða í “vonda” beisinu þangað til ég missi hann!!hmmm er það gott teamwork? Ég verð brjálaður ef ég missi fánann og ef ég fæ ekki coverið sem ég átti að fá frá mönnum sem löbbuðu einfaldlega framhjá mér! Coverið fánaberann ef þið sjáið hann

2. Defendið beisið
Ef þið sjáið beisið uncoverað og sjáið kannski einhvern brjálæðing koma með damage og shield belt segið þá: “Incoming!”, “Base is uncovered”, “I need some backup” eða “Defend the base”. Ef þið sjáið beisið uncovered defendið það þá. Ef þið nennið því ekki og viljið reyna að ná í fána, bíðið þá bara þangað til einhver “vinur” þinn er kominn að defenda. Það er líka alltaf gott að hjálpa öðrum í vörn. Ef einhver drepur þig og nær í fánann og þú finnur ekki óvinafánaberann aftur farðu þá í beisiði þeirra og taktu fánann, það gefur hinum félögum þínum lengri tíma að finna og drepa óvinafánaberann

3. Takið óvinafánann
hmm…EKKI BÍÐA Í BEISINU ÞANGAÐ TIL EINHVER MISSIR FÁNANN. Reyndu að ná í fánann með fullt af drasli á þér t.d shield belt, damage amp, jump boots og auðvitað byssur eins og Rocket launcher, minigun og shock rifle (bestu byssurnar að mínu mati). Reyndu oftast að fara geðveikt snökkt að fánanum og farðu STRAX í burtu því það eru oftast einhverjir að campa t.d með shock rifle;). Reyndu að venja þig á að nota dodge jump (tvíklikkar hratt með strafe tökkunum:Þ)

SPEECH
Ef þið viljið fá gott teamplay þá verðið þið að fara í speech binder og stilla allt “talið”. Hafið þetta allt stillt á sér takka.Þið getið stillt þetta með því að fara í Preferences/Input/Speech binder
Hér eru mikilvægustu Speechin sem þið eigið að hafa stillt:
“Defend the base”
“Take their flag”
“Incoming”
“Cover me”
“I need some backup”
“Somebody get our flag back”
“Base is uncovered”
“Enemy flag carrier is here”
“Control point is secure”

BYSSUR
Hér er smá um notkun nokkrar byssur:

Redeemer: ekki taka redeemerinn og skjóta strax úr honum og reyna að hitta einhvern útí buska bara til að fá nokkur stig. Taktu hann með í sókn og notaði hann til að losna við alla varnamennina í “vonda” beisinu, eða notaðu hann í vörn og eyddu öllum sóknarmönnunum þar:Þ

Rocket launcher: Það er besta byssan og reyndu að venja þig á að nota hana mest. Það er langbest að skjóta í jörðina fyrir neðan óvininn (if you didnt know)og notaðu dodge jump meðan þú ert með hana! :Þ

Minigun: Ef þú ert með damage amp (þetta sem gerir byssuna fjólubláa:Þ) farðu þá í sókn með minigun + damage amp og taktu þá alla niður.

Shock rifle:Reyndu að æfa þig að gera shock combo (kúla + venjulegt skot úr shockinum) reyndar er ég eins og hálfviti með shockinn því ég hitti oftast ekki kúluna:)
Ég nenni ekki að skrifa um meiri byssur

Er eitthvað sem ég gleymi? Allaveganna er þetta til allra newbies í íslensku UT samfélagi.Ef þið reynið að fylgja þessu þá gætuð þið komist í gott klan. Komið líka á irc á unreal.is, þar eru allir UT spilararnir. Ok ég veit að það eru ekki “það” margir newbies núna en ég skrifaði þetta bara í gamni. Ég veit að ég er að klúðra einhverju, endilega allir UT sérfræðingar að bæta einhverju inn.
P.S UT professionals, ég er bara búinn að spila leikinn í nokkra mánuði þannig ekki skamma mig ef ég gerði eitthvað vitlaust:Þ

Roadrunne