Unreal Tournament er tveggja ára í dag! Jæja, uppáhaldsleikurinn okkar er orðinn tveggja ára og um að gera að fara aðeins yfir sögu leiksins.

Í upphafi komust líklegast flestir í demo af leiknum og fóru að dunda sér að spila Instagib DM í slow-mo í morbias.

Áður en leikurinn kom á hillur verslanna þá var hann strax búinn að ná gullsölu um heim allan.

Leikjagagnrýnendur héldu ekki vatni og endaði það svo að flestir komust að þeirri niðurstöðu að UT v.s Q3 væri mjög einfald, UT einfaldlega sparkaði feitt í multiplayer rassinn á quakaranum.

Hérna á íslandi var fyrsti spilanlegi serverinn án efa Isnet, og héngu margir þar í snöru CTF-sins og lærðu að svindla í Command.

Þrátt fyrir frábæran leik hefur hann ekki náð mikilli fótfestu hérna á Íslandi þótt svo að síðasti skjálfti hafði mestu UT mætingu hingað til og enn má heyra menn halda því fram að hægt sé að Translocata með fánann í CTF og segja þarmeð leikinn ónýtan, ekki vitandi að þeir eru að bulla nokkuð feitt.

Fyrstu klönin á íslandi voru h20, mfa, doa, hic, ai, tnt, tbf og síðast en ekki síst Krafla.

UT er búið að patchast eitthvað að ráði, eða frá 4.0 í 4.36
Komið hafa út nokkrir helvíti góður Bonus pakkar, flestir ef ekki allir fánlegir hér.

Þannig að ef þú hefur látið þig vanta í UT síðustu tvö árin, þá ættirðu að fara að kíkja á afmælisbarnið strax í dag!

Allavegna, til hamingju UT, þessi leikur er búinn að taka allan minn frítíma síðustu tvö árin eða svo :)