Það er búið að vera nokkuð magnað að vera UT spilari síðustu vikur. Mikið af breytingum búið að eiga sér stað og rifrildi liggur við uppá hvern dag. Sumir eru að spá í því hvort að UT ppl á Íslandi séu að missa áhugan fyrir þessum leik og því að taka þátt í umræðum með honum. Ég efast um að UT sé nokkuð í neikvæðri þróun player-lega séð. Fyrir nokkrum mánuðum þurfti að ákveða fyrirfram hvenær ætti að hrúgast inná serverinn til að ná inn 8 - 10 spilurum. Núna eru yfirleitt 8+ spilarar á kvöldin og oftast fyllist CTF serverinn 3 - 4 sinnum á kvöldi. Ef menn eru duglegir í því að kynna UT fyrir félögum sínum koma fleiri spilarar og fleiri spilarar eru gott mál. Newbies fá vonandi góðar viðtökur frá ykkur sem eru active á servernum. Það er samt magnað með UT að riflrildin eiga sé miklu oftar stað hérna inni en inná server, t.d. s.b.r. við Counter-Strike. Það er ekkert að því að menn rífist, eina sem fólk ætti að passa uppá er að vita hvað þeir eru að segja. Það þýðir lítið að vera með ásakanir um svindl og aimbotta notkun útí loftið, því aimbottar inná simnet eru mjög sjaldgæfir. Ef einhver er að alt-nicca og fær yfir sig holskeflu af einhverju bulli er mjög ólíklegt að hann láti vita af sér hver hann er, eins og oft er beðið um. Svo eru til players sem koma inn undir alt-nicci og flame-a serverinn. En það er því miður þannig í öllum leikjum, en ég persónulega ignora þessa gaura, því þeir vita hverjir hinir spilararnir eru og meina þetta ekki meira en það… að þeir segja þetta ekki undir sínu nicci. Allaveganna, ég ætlaði nú aðeins að tala um stöðuna á Unreal Tournament hér.

Servers: eina vandamálið við serverana, tengist simnet16. Hann er því miður skítlaggaður á stundum og hrynur mun oftar en hann gerði. Ég hef ekki hugmynd af hverju, en ég er að pinga 80 - 130 sem er skuggalega lélegt. Það þyrfti endilega að kíkja betur á hann. En við höfum góða admina og þeir hafa lagað mörg vandamál undanfarið svo þetta ætti nú að lagast fljótlega.

UT ladderinn: base-gúrúarnir (Svenni, Rad) munu henda upp laddernum í náinni framtíð. Það ætti að gefa smá búst í leikjafjölda á milli clana. Einnig er þetta þrælsniðugt að taka þátt í þessu. Hann var mjög fullkominn eins og hann var og verður væntanlega ekki verri þegar hann kemur upp aftur.

Unreal.is: vefsíðan er alltaf í þróun, kannski ekki eins hratt og við vildum en þó er hún kominn með umgjörð. Það er ekki alveg útséð með hýsingu á henni, en vonandi verður komið upp working-demo af henni eftir _stuttan_ tíma. Hún er í góðum málum eins og er. Ég er núna að spá í tengingu inná NgWorldStat fyrir íslenska playera og hafa þær upplýsingar inná síðunni. Allar þessar pælingar er hægt að finna á info síðunni www.simnet.is/futurezone

Ég hef fulla trú á því að UT sé ekkert á leiðinni í svaðið. Við höfum séð undanfarið nokkuð mögnuð rifrildi en það er nú einu sinni þannig að player-ar halda samfélaginu uppi og þeir eru ennþá í jákvæðri þróun. Svo er framtíðin líka helvíti björt. Þeir player-ar sem eiga í einhverjum deilum verða bara að leysa úr þeim sín á milli, enda til lítils að stofna til massa rifrilda um málefni sem oft snerta ekki fleiri en 2 - 4.

allaveganna, gl/hf inná serverunum!

kveðja
DelphiGiz