Nú eru málin farin að líta illa út. Fólk heimtar sanngirni og vill fá þetta og hitt í gegn. Ekkert er nógu gott og þá er um að gera að kvarta og væla útaf öllu sem adminar gerðu viðkomandi. Við bönnum einhvern og þá er það af því að við hötum viðkomandi, við bönnuðum hann örugglega ekki af því að hann gerði einhvað af sér, heldur af því að við hötum hann. Þessar samsæriskenningar eiga sér því miður enga stoð í raunvöruleikanum. Þó svo að það hafi ekki verið skrifað niður á blað hvað má gera og hvað ekki þá er það alls ekki vandamálið. Adminar vilja ekki vera í þessu starfi að henda fólki út af serverunum, því báðum við fólk um að haga sér almennilega, og persónulega finnst mér ekki verið að biðja um mikið. Við erum ekki að biðja um neitt sem við förum ekki fram á við okkur sjálfa.

Mestu lætin á korkunum undanfarið hefur verið í fólki sem hefur verið bannað fyrir að geta ekki farið eftir þessu einföldu reglu sem við báðum um að yrði fylgt. Og þessir aðilar virðast ekkert vera á leiðinni að láta af því sem það gerir. Heldur verður það enn ákveðnara að fá sitt í gegn, hvað sem það kostar.

Simnet á serverana. BjornJul er starfsmaður simnet og sér um að halda þessum vélum gangadi, og gerir það í sínum tíma. Alli gerir það sem hann getur fyrir þetta samfélag í sínum frítíma. Balli gerir hvað hann getur í sínum frítíma. Þessir 3 aðilar má eiginlega segja að ráði algerlega yfir þessum serverum, því það eru þeir sem koma hlutunum í framkvæmd. Persónulega held ég að við, UT spilarar, gætum ekki haft betra fólk í þessu. Þetta fólk er allt að vilja gert fyrir okkur. Ef þeir vilja fá einhvern með sér í þetta þá ákveða þeir hverjir það eru, og velja fólk sem þeir geta treyst. Sú staðreynd að allir sem eru með admin á simnet, fyrir utan bjornjul, séu í sama klani er ekki skrýtið ef fólk hugsar aðeins lengra en sitt eigið nef. Fólk sem getur treyst hvort öðru endar í sama liði, og ég sé bara ekkert skrýtið við það og ekkert við því að segja.

Nú er svo komið að fólk í þessu samfélagi er með þvílíkar samsæriskenningar um þá sem hafa admin réttindi á simnet. Því datt mér í hug að setja upp smá “check lista”.

Hvað hefur fólkið sem sér um simnet gert?

1)Það hefur búið til mappakka og sett á serverninn ásamt skinpökkum.
ástæða: Auka fjölbreytnina og gera þetta skemmtilegra.

2) Það hefur sett á serverinn CSHP:
ástæða: til að losna við aðila sem nota svindl sér til framdráttar í leikjum.

3) Það hefur sett inn Mapvote á CTF serverinn:
ástæða: vegna þess hve margir í samfélaginu báðu um það.

4) Hafa uppfært serverinn upp í 436
ástæða: til að laga ýmsa bögga og vandamál svo það gangi betur að spila leikinn

5) Það hefur bannað fólk frá því að geta tengst simnet
ástæða: Því að meirihluti spilara vill geta spilað leikinn án þess að eiga það á hættu að verða fyrir persónulegum árásum frá fólki sem getur ekki stillt sig. Fólk sem spilar á þann hátt að hreinlega skemmir fyrir öðrum með framferði sýnu (redeemerlaunching, nýtir galla á borðum sér í vil o.s.frv.)

6) Það hefur sent inn greinar á Huga.is/unreal
ástæða: Til að fá fólk til að sýna leiknum áhuga, kenna því góðar aðferðir við að ná færni í leiknum, stuðla að samvinnu milli leikmanna og til að skamma þá sem hafa okkur þykir eiga það skilið.

7) Það hefur verið settur upp Clan match server:
ástæða: Svo að klönin geti spilað leiki án mikils fyrirvara og utanaðkomandi hjálpar frá adminum. Einnig til þess að clönin geti æft sig saman og fínpússað liðið.

8) Þeir hafa verið spilurum innan handar og reynt að leysa flest öll vandamál tengd UT fyrir þá sem eiga í vandræðum.
ástæða: við viljum að sem flestir geti spilað leikinn til að gera samfélagið í heild fjölbreyttara og skemmtilegra.

9) Höfum kennt öðrum spilurum allskonar trick
ástæða: Langaði að auka skilning spilara á hvað væri hægt að gera í leiknum. Til að auka áhuga og fjölbreytni. Líka til að sýna aðferðir sem fólk annarsstaðar notar, s.s galla á borðum og redeemerlaunchig, svo að fólk viti hvað er í gangi þegar það lendir í fólki sem notar þau.

10) Höfum verið mjög þolinmóður gagnvart þeim spilurum sem hafa verið að kvarta yfir okkar starfi án þess að þakka fyrir það sem fyrir það hefur verið gert.
ástæða: Við viljum ekki missa fólk úr þessu fámenna samfélagi okkar. Að vísu erum við að verða frekar þreyttir á að standa í þessu.. við fáum því sem næst ekkert nema skít til baka og grafið undan öllu sem gert er með einhverjum samsæriskenningum.

Ef að við höfum gert einhvað ósanngjarnt á hlut einhvers þá biðjumst við velvirðingar á því, við erum mannlegir líka og getum gert mistök alveg eins og allir aðrir.

En eins og ég segi þá erum við orðnir frekar þreyttir á þessu rugli. Okkur finnst fólk ekki meta okkar starf og það sem við höfum gert. Og því langar mig að biðja fólkið um álit á einni pælingu sem ég var með í hausnum:

Hvað ef það væri enginn admin á simnet?
Það eina sem væri í gangi væri fyrsta útgáfan af UT. Ekkert nema default borðin í maprotation, ekkert map vote, enginn vörn gegn aimbottum, fólk segði það sem því dettur í hug á servernum og rífur kjaft ef það vill gera það. Notar redeemerlaunching og alla galla á öllum borðum sér til framdráttar ef það vill. Og það sem mér finnst heilla einna mest við þetta er að við þurfum ekki að hlusta á kvartið og skítinn sem kemur frá samfélaginu, því að.. jú.. það eru engin admin. Og efast um að þeir sem eru admin núna hefðu yfir höfuð áhuga á því að spila leikinn svona eins og ég lýsti honum núna.

En allavega, það er fólk sem heldur áfram að berjast fyrir sanngirni í þessu öllu, samsæriskenningar skjóta upp kollinnum og fólk sumir virðast hlusta og trúa. Eins og í eitt skiptið. Einhver sér meðlim úr <.> inn á servernum og skyndilega skiptist um map. Þá hlýtur það auðvitað að hafa verið þessi úr <.> sem var þar að verki, enda kemur ekkert annað til greina. <.> meðlimir er nefnilega klíka sem vill stjórna og ráða öllu og gerir allt í sjálfselsku. Það koma síðan á daginn að þetta var galli í servernum… og þá þagnar fólkið, veit ekki hvað það á að segja… spurning hvort það verði bara ekki soðin upp ein kenning í viðbót sem fittar við raunvöruleika sumra í þessu samfélagi… það er spurning…

Fyrir mitt leiti er ég orðinn mjög þreyttur á þessu. Nenni ekki að standa í þessu fyrir fólk lengur. Og það sama má segja um aðra sem hafa verið í þessu. Þess vegna spyr ég fólkið: Hvað viljið þið?
Og ég vill heyra frá því fólki sem hefur ekki tekið þátt í korkaumræðunni heldur einungis horft á. Við erum að þessu fyrir fólkið sem hefur ekki tekið þátt í ruglinu, en það væri ágætt að vita hverjir standa með manni, áður en maður gefst alveg upp á þessu.

friður
potent