1. Þegar þú ert með flaggið, láttu vita reglulega af því að þú sért með það með því að nota voice commandið “I got the flag”.
Þetta nefnilega gefur upp staðsettningu þínu til meðspilara þinna og auðveldar þeim að koma og verja þig á leiðinni í heimavirkið.

2. Það er skylda þín sem meðspilara að reyna þitt besta til þess að hjálpa þeim sem er með flaggið hverju sinni. Í þessu felast tvö aðal atriði:
a) Passa upp á það að fáni liðsins sé í virkinu.
b) Passa upp á það að enginn drepi þann sem ber fánann.
ATH: Stundum þarftu að vera reiðubúinn til þess að hoppa fyrir skot sem annars færi í fánaberann. Og stundum þarftu að vera fljótur að grípa fánann ef óvinurinn drepur fánaberann.

3. Samskipti. Það er skylda þín að láta meðspilara þína vita ef verið er að ráðast á virkið ykkar. Ef eitthver lendir í vandræðum, og þú ætlar að hjálpa, þá verðurðu að segja frá því.

4. Power-Ups. Vertu alltaf viss um að enginn í óvinaliðinu geti komið í virkið, tekið shieldbeltið og redeemerinn og stútað ykkur.
Þetta getur oft gert gæfumuninn á sigri og tapi.

5. Ekki vera sniper hóra. Sniper er efficient, en þú græði lítið á því að campa og skjóta fólk í tætlur. Betra er að nota sniper til þess að hreynsa til í sniper hóru hópnum í hinu liðinu af og til, og til þess að reyna að skjóta óvininn niður ef hann er með fánann og er langt í burtu.

6. Stundum er betra að bíða. Ekki gleyma þér í spenningnum og hlaupa alltaf stöðugt einn í virki óvinana án nokkurar skipulagningar. Það er staðreynd í taktík að það er auðveldara að taka út einn óvin en tvo. Þannig að ef þú ert að spila á móti góðum spilurum, reyndu þá að samhæfa árásina með meðspilurum þínum.

7. Rúnturinn. Reyndu að hafa vopna og powerup rúntinn þinn mismunandi og markvissan. Ef þú ferð alltaf sama hringinn eftir að hafa dáið, læra óvinirnir fljótt inn á þig og þeir munu notfæra sér það.

8. Ef þú ert bestur. Leyfðu þá öðrum að reyna að skora og aðstoðaðu þá frekar. Leiðindar mont býr til leiðinlegan leik, en það er ekkert að því að gera fólk pínulítið pirrað :)

…. You like that?