Það er eitt að vera góður að spila og annað að vera góður að stjórna.
Í raun er ég ekki frá því að þegar að fram í sækir þá verði “þjálfari” í skotleikjum rétt einsog í fótbolta sem að speccar leikinn og sér um að stilla mönnum saman eftir þörfum.

En þangað til að formið er þannig þá er nauðsynlegt að einn maður í liðinu hafi stjórn á hlutunum og að aðrir liðsmenn hlýði honum.

Og til þess að stjórnandinn geti sinnt starfi sínu þá verða liðsmenn að veita réttar upplýsingar eftir stöðu og gera það NÓGU ANDSKOTI OFT.

Og þar sem að takkafjöldi er takmarkaður til notkunar ef þú ert góður spilari, þá þýðir lítið að ætla sér að geta reportað allan andskotann, því er nauðsynlegt að vera með rétt report eftir stöðu.

ATH: Þessi listi er ekki tæmandi, væri fínt að fá athugasemdir um viðbætur.

Varnarmenn þurfa að geta sagt til um:
> Hvort að stöðin sé örugg. (Base is secure)
> Hvort að það sé eitthver að koma inn í stöðina. (Incoming)
> Hvort að þeir séu að reyna að recovera flaggið. (Going after EFC)

Miðjumenn þurfa að geta sagt til um:
> Að það sé verið að ráðast á stöðina (Incoming).
> Að þeir séu að reyna að ná í flaggið. (Going after EFC)
> Að þeir séu að covera flag carrier. (I got your back)
> Staðsetning fánabera óvinaliðsins. (Enemy flag carrier is here!)

Sóknarmenn þurfa að geta sagt til um:
> Að þeir séu tilbúnir í sameiginlega árás. (I'm ready for cooparative attack)
> Að þeir þurfi að láta verdna sig. (Cover me)
> Að þeir séu með flaggið, og staðsetningu. (I got the flag)
> Staðsetning fánabera óvinaliðsins. (Enemy flag carrier is here!)

Kafteinn þarf að geta skipað til:
> Senda liðið í sókn. (Attack)
> Senda liðið í vörn. (Defend)
> Endurheimta flaggið. (Get our flag back!)

Best er að kafteinn sé freelance og komi og hjálpi til í þeirri stöðu sem þörf er á hverju sinni.
Það byggist mest á reynslu að hafa tilfinninguna fyrir því hvaða staða er ekki að skila sínu.

Það sama á við í Unreal Tournament og í öðrum leikjum þar sem tveim liðum er telft á móti hvort öðru, og það er að ef annað liðið er þrengt aftur í vörn þá mun sóknarliðið eiga mun betri möguleika á því að skora.
Því lengur sem allt liðið liggur í vörn, þeim mun lengur getur sóknarliðið undirbúið sig og hamstrað öll powerups.

Taktík hefur mikið að segja og getur vel skipulagt taktískt lið tekið út lið af súperspilurum með lélega taktík hvenær sem er.

T.d er mjög vinsælt að tefja spilara og láta þá vera of upptekna af því að murka úr þér lífið á meðan að meðspilari hleypur heim með flaggið, og hef ég gert mikið af því.

Ekkert lið gengur upp án góðra miðjumanna og í raun ættu reynslumestu mennirnir að vera í miðjunni.

Miðjumenn eiga að veikja/drepa sóknarmenn árásarliðsins, sjá um að hamstra powerups eða passa þau fyrir sóknarmenn síns eigin liðs.
Þeir verða líka að vera góðir að ná flagginu aftur og helst staðsetja sig þannig að þegar að sóknarmaður óvinaliðsins hleypur sveittur úr stöðinni þá fái hann ekkert nema góðar viðtökur í formi shockcombóa og flakkara yfir sig.

Einnig er MJÖG MIKILVÆGT að miðjumenn falli aftur að fánabera síns eigins liðs og séu tilbúnir til þess að fórna sér fyrir hann og taka flaggið af honum ef hann er illa farinn/drepst.

Besta trixið oft til þess að verdna fánabera er að skjóta í áttina að fánaberanum með rocket launcher.

Sóknarmenn eru ábyrgir fyrir því að vinna. Allavegna er mjög erfitt að vinna án þess að ná að kappa. Sóknarmaður sem getur ekki notað impact hammer er lélegur sóknarmaður, því að impact hammer stökk eru í raun nauðsynleg til þess að komast lifandi frá góðu liði í vörn.
Sóknarmenn þurfa að vera samhæfðir, og dýnamískir. Það þýðir ekki að vera graður á að halda á fánanum, heldur þarf að meta stöðuna hverju sinni. Í raun geng ég útfrá því að það séu alltaf tveir í sókn, eða einn í sókn og miðja sem er meira en tilbúin að verdna fánaberan.
Sóknarmenn verða líka að kunna að tefja, þ.e.a.s að taka fánann frá andstæðinginum án þess endilega að reyna að skora, heldur bara búa til tíma fyrir liðið til þess að endurheimta fánann.

Varnarmenn verða að passa upp á að sóknarmenn óvina geti ekki fengið jump boots, geti ekki komist í armour eða önnur mikilvæg powerups í stöðinni.
Varnarmenn verða að kunna að beita blekkingum ef þess þarf, og að nota teleporter til þess að staðsetja sig betur gegn sóknarmanni og leiða hann í gildru.
Varnarmenn verða að vera góðir á flak, shock og rocket launcher og minigun í vatni.
Varnarmaður verður að fórna sér fyrir flag carrier ef svo fer, rétt einsog miðjumenn.
Ef að fáninn er farinn út, þá verður varnarmaður að elta hann líkt og miðjumenn, og jafnvel reyna að tefja sem og sóknarmaður ef svo fer.
Góð vörn er undirstaða sigurs, svo lengi sem tekst að kappa.


Pælingar í sambandi við staðsetningu á mönnum.
Vandamál:
Svæðisvörn v.s maður á mann.
Svæðisvörn í stórum borðum.
Snipers.
Á vörnin að vera innarlega eða utarlega í stöð?
T.d Í lavagiant þá þarf að hafa varnarmann fyrir utan rauðu stöðina á móti góðu liði.
Hversu stórt hlutfall (%) af borði þarf að stjórna til þess að geta unnið? Hvar hafa þessi % mest vægi í borði?
(T.d er betra að covera svæði sem að spawnar redeemer heldur en að passa upp á 5 health vials út í horni)
Þarf að fórna heilum manni í ákveðið verkefni til þess að vinna borð? Hvaða maður er bestur í það?

Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að vega og meta fyrir hvert borð, og líka gegn hverjum verið er að spila.

Jæja, ég læt þetta duga að bili, fram að næsta kafla sem mun heita “Taktík”.