Éf fékk þá flugu í höfuðið að það væri áhugi fyrir því að spila
alvöru leik við sterkt erlent clan. Þannig að ég fór og spurði vini
mína í ACOM hvort þeir væru til í að tefla fram þeirra sterkasta
liði á móti okkat sterkasta liði. Þetta yrði alveg þvílíkur leikur
held ég. Þeir myndu velja eitt map, við eitt. Svo væri
samkomulag um þriðja mappið. Myndum spila einn leik
hérna heima og allavega einn erlendis. Þar sem við erum að
skora á þá fá þeir heimaleik ef þess þarf. Þetta verður 5 á 5.

Hvernig á að velja í liðið? Ég held að við veljum bara allir um
það.

Fyrst er valið um einn sóknarmann, einn varnarmann og svo
einn miðjumann. Það er nokkuð ljóst að við þurfum allavega á
hvern stað. Restina var ég að pæla í að láta ykkur eftir. Velja
tvo aukamenn til að búa til fimm manna clan. Sjötti maður inn
verður varamaður.

Hver sá leikmaður er kosinn oftast í ákveðna stöðu fær þá
stöðu. Ef sami leikmaður er kosinn í tvær stöður þá spilar
hann þá stöðu sem hann fékk fleiri stig í. Ef það er jafnt þá má
sá aðili velja hvora stöðuna hann tekur og sá næst hæðsti um
þá stöðu sem var ekki valinn fær hana. (vona að allir fatti
þetta)

The Best of Iceland!!
Svo þegar þessir menn eru valdir þá verða reglulegar æfingar
þangað til að leikurinn er. Við mydnum kannski bjóða í þá
næst hæstu til að æfa. Allir verða að standa saman og reyna
að velja besta fólkið í leikinn. Þetta verður ekki auðvelt og ef
við ætlum að eiga möguleika þá verða allir að standa saman
og velja það sem honum finnst réttast.

ok.. það mega allir kjósa alla. Ef einhver vill svo ekki keppa þá
fær sá næst hæstu þá stöðu.

þeir sem kjósa senda email á potent@simnet.is

í emailnum á að vera Nick þess sem kýs og eftirfarandi:

1 stykki sóknarmaður ______________________
1 stykki varnarmaður_______________________
1 stykki miðjumaður_______________________

liðsmaður 1 ____________________
liðsmaður 2 ____________________

þetta er það sem ég verð að fá. Kosning byrjar samstundis og
líkur sunnudagskvöld/mánudagsnótt.. einhvað svoleiðis. Þá
mun ég tilkynna úrslit og liðið sem er fyrsta val kjósenda. Því
næst mun ég tala við þá einstaklinga og athuga hvort viljinn
sé ekki fyrir hendi og vinna út frá því… og byrja smá æfingar
fljótlega eftir það. ACOM ætlar að vera tilbúið eftir sirka mánuð.
Vonandi verðum við búnir að slípa einhvað lið saman þá.

Eru ekki allir GAME!!!!

friður
potent

p.s mundu senda þitt atkvæði á potent@simnet.is