Þegar ég byrjaði að spila UT þá kunni ég ekki neitt (segir sig
sjálft). Ég notaði ekkert nema Sniperinn, hoppaði aldrei og fór
sjaldan neitt nema fara þangað í beinni línu. Ég fór og fann mér
einhvern stað sem ég gat séð yfir allt mappið og skotið óvinina í
fjalægð (sniperhóra ;-). En þegar fór að líða á leikinn var alltaf
erfiðara að hitta óvininn. Hann fór að hreyfa sig betur og var
farinn að taka mig út oftar en ég tók hann út. Þetta plan mitt var
greinilega ekki að ganga neitt. Ég þurfti að finna aðrar leiðir til
að vinna. Ég fór að hoppa og hreyfa mig aðeins, nota önnur vopn. Og
það fór að skila árangri. Hinsvegar lærði óvinurinn líka og fór að
verða erfiðari og erfiðari. Ég þurfti að fara að pæla í hlutunum.
Hvenær er best að skjóta og hvenær er betra að fela sig. Hvenær á
að taka flaggið og hvernig á að komast með það yfir án þess að vera
tekinn út. Núna er ég búinn að læra mikið en samt sem áður hef ég
aldrei verið að læra meira og hraðar en akkúrat núna. Ég held að ég
eigi enn slatta ólært.

Það hafi margir verið að spyrja mig af hverju ég er svona góður í
UT. Ég er ekki góður í UT. Ef ég spila erlendis þá er maður oft
stappaður. UT er bara svo lítið spilað hér að fólk er ekki að fá
nægilega æfingu og þar af leiðandi ekki í sama klassa og margir
erlendir spilarar eru í. Hinsvegar myndi ég ekki segja að ég væri
lélegur heldur. Það er bara eitt sem ég þoli ekki og það er að
tapa. Og maður getur komist mjög langt á því þessum leik. Komist
lang á sigurviljanum. Því um leið og maður hefur viljann þá kemur
hitt líka.

Flaggið er mín bráð. Ég þarf að komast helst óséður að því… má
ekki láta óvinin vita hvar ég er. Ég þarf að vera snöggur að hrifsa
það og komast í felur, hlaupa í hringi, bak við veggi og rugla
andstæðinginn. Það er ekki erfitt að taka mig út.. en það á að vera
erfitt að finna mig. Ég reyni að fylgjast með öllu sem gerist, vita
hvar allir eru og hvað þeir ætla að gera. Svo bíð ég aðeins.. og
svo bíð ég aðeins meira… bíð eftir rétta tækifærinu.

Oft þegar maður er að spila á serverum og þeir sem eru með manni í
liði kunna ekki eða bara vita ekki hvað teamwork er, þá verður
maður að nota aðrar leiðir. Maður þarf að læra á “félagana”. Það
getur tekið smá tíma og oft er betra að vera í vörn eða á miðjunni
á meðan maður reynir að tjúna sig inn á “félagana”. Fylgist með
þeim, hvaða vopn þeir taka, hvað þeir lifa lengi og hvernig
óvinurinn drepur þá. Svo þegar tíminn er réttur þá notar maður
allar þessar upplýsingar sér í hag. Maður bíður í vörn eftir rétta
tækifærinu.. og svo þegar það kemur hleypur maður af stað. Besta
mappið til að útskýra þetta er Burning. Ég bíð eftir að einhver
ákveðinn aðili tekur flaggið, einhver aðili sem er alltaf drepinn
en fer aftir og aftur í flaggið. Vörnin veit að þessi aðili er ekki
mikil ógn og ég veit að vörnin veit það. Þá bíð ég eftir að þessi
aðili taki flaggið og hræri aðeins upp í vörninni. Um leið og hann
tekur flaggið fer ég af stað. Með fullan armor, fulla heilsu..
byssurnar sem henta vel í jobbið og nóg af skotum. Ég stekk inn í
herbergið og bíð eftir að “félagi” minn missi flaggið, því er
skilað og á sömu sekúndu er ég með það. Vörnin er ekki skipulögð,
bjóst ekki við þessu.. og ég er horfinn með það sama…

Það er mikilvægt að vita allt sem hægt er að vita um tiltekið borð.
Kunna á alla halla og brekkur og vita hvar allt er. Kunna allar
leiðir til og frá stöðinni og helst að vita líka hvað óvinurinn
veit ekki. Kunna að hreyfa sig rétt og kunna að hreyfa sig hratt.
Eftir smá tíma kemur tímaskynið inn í þetta líka. Maður veit hvenær
Shieldbeltið, redeemerinn, damage amplifierinn, megahelth,
armorinn, boots og thigh pads spawnar.. maður kemst í tempóið á því
sem er að gerast. Maður getur næstum því séð fyrir sóknir
óvinarins. Ef maður er alltaf að taka út sama guttann og svo hættir
hann að koma… þá veit maður hvað er að gerast, hann er að bíða
eftir rétta tækifærinu, alveg eins og ég. Hann er byrjaður að læra
að það þýðir ekki að hlaupa af stað og vita í sjálfu sér ekkert
hvað hann er að fara út í. Hann er byrjaður að skilja.

Það má samt ekki gleyma því að þegar maður er að spila “alvöru”
leik þá er maður oftar en ekki með sínum spilafélögum. Eftir smá
tíma lærir maður á þá líka og þeir læra á mann. Hópur af fólki með
sama markmið og sama sigurviljann er mjög sterk heild. Markmiðið er
að sigra og láta ekkert stoppa sig. Og þegar tvær svona heildir
mæta og etja kappi þá fyrst er gaman að spila. Þá þarf maður að
nota allt sem maður kann, allar upplýsingar sem maður getur komist
yfir, vita allt um mappið, poweruppinn og síðast en ekki síst sína
liðsmenn og hvað þeir geta gert.
Því það lið sem virkar betur sem heild, vinnur best úr
upplýsingunum og stjórnar poweruppunum sigrar. Þetta er ekki point
and shoot. Þetta er að vita hvenær á að skjóta og hvenær ekki…
vita hvenær á að verjast og hvenær að sækja. Vita hvar á að
staðsetja sig og vita hvaða vopn á að nota undir hvaða
kringumstæðum.. og maður þarf að vita þetta strax. Þetta gerist
allt á einhverjum sekúndubrotum. Og það er það sem er svo heillandi.

Nú er þetta að vísu bara leikur. Sumir horfa á þetta sem afþreyingu
og það er allt í lagi. Sumir horfa á þetta sem tómt rugl og það
líka allt í lagi. Ég horfi á þetta sömu augum og aðra leiki. Það
skiptir ekki máli hvaða leikur er í gangi ég vill vinna. Ég þoli
ekki að tapa. Hvort sem það er Karfa eða Trivial Pursuit.. eða bara
kapall. Hinsvegar er það þannig að öllum leikjum fylgja einhverjar
reglur og ef maður fer ekki eftir þeim þá er maður að svindla á
sjálfum sér og öðrum og er sjálfkrafa búinn að tapa.. missa viljann
til að vinna fair and square.

Stundum tapar maður leik. Ég þoli ekki að tapa. En maður þarf líka
að kunna að taka tapinu. Þegar ég spilaði með ACOM fórum við frekar
hratt pp þessa stiga (laddera) sem við vorum á.. þangað til að við
hlupum á vegg. Við vorum teknir í bakaríið hvað eftir annað af
clönum sem voru með miklu meiri reynslu en við. Kunnu betur hvernig
á að spila leiknn og höfðu mikinn sigurvilja. Þegar við töpuðum
fyrir þannig liðum varð maður ekki mjög tapsár heldur varð maður
hálfpartinn glaður hvað þeir hafa náð langt. Hinsvegar þegar maður
tapar leikjum vegna þess að maður sjálfur eða liðið brást á
einhvern hátt þá verður maður reiður. Þá reynir á karakterinn hjá
liðinu og einstaklingunum sem skapa heildina. Er heildinn nógu
sterk til að vinna úr vandamálunum og halda áfram eða mun hún
spundrast. Sterkustu heildirnar hafa einstaklinga með sama markmið.
Markmiðið getur verið mismunandi. Annað hvort bara að spila til að
hafa gaman af því, til að vera með eða til að vinna. Það er
mikilvægt að allir sem eru í liðinu geri sér grein fyrir þessu því
annars er heildin veik og hún mun sundrast á endanum.

Hvert er þitt markmið?
Og hvert er markmið liðsins sem þú ert í?

kv.
Vatnskanínan