Slappleiki í clönum Mér finnst með eindæmum ömurlegt af þeim clönum sem spila Unreal Tournament í dag að ætla ekki að mæta á Skjálfta. Þessi mót byrjuðu í Quake einungis og þróuðust svo áfram í aðra leiki.

Þið getið EKKI búist við að UT fái meiri athygli og verði útbreiddari ef þið getið ekki drullast til að mæta á þau mót sem haldin eru fyrir ykkur.

Sjálfum finnst mér frekar aumt að vera í clani sem mætir ekki á Skjálfta en ég verð þarna hress og kátur og vonast til að geta spilað smá UT þrátt f. augljóst áhugaleysi hjá fólki.

Mér finnst þessi leikur æði og synd að það skuli svona fáir spila hann en til að þessi leikur fái þá spilun sem hann á skilið þarf fólk að leggja sig fram og spila hann; sérstaklega á mótum.