Þar sem það er búið að vera lítið um fína drætti hér undanfarið langaði mér að reyna koma af stað eitthverri umræðu!.

Nýverið var tilkynnt um nýjasta UT leikinn sem er kallaður “Envy” eins og er. Hann mun byggja á Unreal 3 vélinni og eins og okkur var lofað fyrir UT2004 þá á þetta að vera stökk til upprunalega Unreal Tournament.

Það eru ýmsir athyglisverðir hlutir strax búnir að koma fram. Finnst mér að menn ættu að skoða vopnalistann þar sem hann er mjög skondinn, og er gamann að sjá að vinir mínir úr orginal UT eru mættir aftur “Duel Enforcers”. Einnig er buið að kasta út Minigun fyrir Stinger (sem er í Unreal og UC2)

Þeir ætla að bú til möppinn fyrir hann fyrst, og adda svo inn öllu art-work. Þetta finnst mér mjög athyglisvert en er hræddur um að það verði ervitt að halda sig við þetta. En gamann er að segja frá því að við munum aftur sjá Deck-17!

Einnig munum við sjá nýtt gametype, og mun það heita Conquest, en eitthverjir ættu að kannast við það úr Battlefield leikjunum. Möppin verða á stærð við 3 ons möpp sett samann. Þannig að þetta verður “Stórt”. Og mun þetta nýta sér streaming möguleika Unreal3 vélarinnar til hins ýtrasta. Það er litið á þetta sem einskonar arftaka “Assult”.


pælingar: Aðeins “Computer Gaming World's” hafa fengið að sjá eitthvað frá þessum leik, og eru þessvegna ekki mörg screens og annað búið að koma fram. Það er hinsvegar gott að sjá að þeir eru ekki búnir að leggja þessa seríu til hliðar, en hinsvegar er ég mjög hræddur að Epic sé að gera mistök með því að hafa marga af “ut2k3 og 2k4” hópnum við að bú til Envy.

Hinsvegar er þetta sú grafíkvél sem ég held að muni brjóta blað í leikjasögunni þegar hún verður tilbúin, og þessvegna verður gamann að sjá jafn góðann leikjagrunn og Unreal Tournament byrtast á henni.

Ekki er vitað hvænar hann komi en 3/13 af framleiðsluferli hans er lokið, svo að við erum ekki að fara sjá hann á næstunni :P
Snavyseal