Daginn,

Ákvað að tékka púlsinn á ykkur Unreal mönnum sem eru ekki steindauðir.

Allaveganna svona standa málin:

Ísland er boðið aftur þáttaka í ENC , ég er eins og stendur held ég hæstráðandi í þessu kvikyndi, og er CS og WC3 liði boðið að taka þátt, einnig spurðust menn hjá ENC fyrir um hvort að einhverjir 1on1 UT2K4 spilarar væru á Íslandi sem gætu eitthvað og væru til í að taka þátt fyrir Íslands hönd.

Ef einhverjir eru tilbúnir , SEM OG fá einhvern stuðning frá þessu community(?) sem er hérna þá er hugsanlegt að þeim verði bætt í liðið.

ESL er ein stærsta netdeild í Evrópu og eru þeir með Aðaldeildina í Þýskalandi og Danmörku, einnig eru þeir með ýmsar deildir í flestum leikjum sem til eru.

ENC er svona .. Evrópumeistaramót á þeirra vegum og hefur Íslenska landsliðið (oftast aðeins CS) tekið þátt nú tvisvar sinnum.

Anyhows, spjallið um þetta hérna, mun kíkja aftur hingað soon og endilega sendið mér póst bara á huga.