Meiri upplýsingar um Unreal 3 leikjavélina Mig langaði að skrifa smá almennilega umfjöllun um Unreal 3 leikjavélina sem Epic eru að framleiða þar sem að það voru að koma fullt af nýjum upplýsingum um vélina um daginn. Ég ákvað að þýða þessa stórgóðu grein sem var skrifuð á gamespot.com.

Hérna er greinin:
Epic sneru aftur “Game Developers Conference” hátíðinni til að sýna nýjustu möguleika Unreal 3 leikjavélarinnar sem getur ekki einu sinni verið lýst í orðum. Varaforseti Epic, Mark Rein sagði okkur að næstu kynslóðar PC og leikjatölvur ráði vel við Unreal Engine 3 og vélin nýtir alla þá möguleika sem þessar gerðir tölva hafa uppá að bjóða.

Til allrar óhamingju þá mun Epic ekki gefa út nein sýnishorn strax. Fyrstu sýnishornin innihéldu sýningu á tæknilegum sci-fi hermönnum sem voru að gæta rústa úrsprengds þorps. Þorpið er næstum því náttúrulegt gamaldags þar sem byggingarnar eru gerðar úr steini og þaktar vafningsviði. Skyndilega stoppar liðsforinginn eftirlitsferðina þar sem að hann finnur eitthvað á sér og það er ekki góður hlutur. Allt í einu byrja herskáar geimverur að skjóta frá efri hæðum nokkurra bygginga og hersveitin sundrast. Á þessu stigi áttuðu áhorfendur sig að þeir voru að horfa á raunverulega spilun þar sem kynnirinn var að stýra einum hermannanna.

Seinna sýnishornið sýndi einn af þeim nýju möguleikum sem Unreal Engine 3 getur gert sem er “seamless level loading” eða óaðfinnanleg borða hleðsla. Í grundvallaratriðum getur vélin hlaðað borðunum á meðan þú ert að spila þannig að hún skynjar hvert spilarinn er að fara og loadar næsta borði fyrir tíman meðan hann er að spila. Á þeim tíma sem þú ert kominn í borðið sem vélin var að loada þá er allt í því borði þegar komið í minnið í tölvunni. Þetta þýðir að eftir upphafsloadið sem er þegar þú ert að fara inní leikinn þá þarftu aldrei aftur að loada eftir það. Til að sýna hvernig þetta virkaði þá sýndu Epic sýnishorn sem innihélt lítinn eyðimerkurbíl sem var að keyra um götur borgar sem leit út fyrir að vera einhver Evrópsk borg. (Ef nánar var skoðað þá leit þetta eins og mikið nákvæmari og betur útfærðari útgáfa af City 17 borginni í Half-Life 2.) Bíllinn þaut í gegnum tóm strætin í borginni og stytti sér síðan leið í gegnum almenningsgarð og gerði það án nokkurs hiksts. Þetta þýðir einnig að aukalega við það að þurfa enga bið til að hlaða borðinu þá er hægt að byggja stór umhverfi í anda Grand Theft Auto leikjanna til að kanna. Til að ljúka bíla sýnishorninu þá fjarlægðist myndavélin bílinn til að sýna hið risastóra umhverfi sem borgin var og risastórs flóa sem var þar líka.
Næsti partur sýningarinnar sýndi tækni frá síðasta ári en fyrir framleiðendurnar í herberginu er það mjög mikilvægt. Epic er að vinna mjög mikið í því að gera Unreal Engine 3 eins framleiðanda-væna og hægt er vegna þess að fyrirtækið kannast við það að framleiðslukostnaður við að framleiða næstu-kynslóðar leiki er mjög hár og reyna þeir að minnka þann kostnað með því að innihalda mjög öflug og einföld tól með vélinni. Tólin sem fylgja er eins og áður var sagt mjög notendavæn sem leyfir framleiðendum að nota einföld og góð tól til að framleiða leikina sýna og er eitt af tólunum Kismet sem er “visual script editor” sem gefur listamönnum möguleikann til að búa til flókna forgerða hluti tiltölulega auðveldlega. Til að bera smá saman Unreal 2 og Unreal 3 vélarnar þá er eitt að með Unreal 2 vélinni þá þurftu framleiðendurnir að forrita 90% af skuggunum sem voru notaðir í leik þar sem Unreal Engine 3 þarfnast aðeins 5% af nýjum kóða því allur annar kóði er þegar til staðar þar sem það er hægt að nota hann til fullnustu.

Eðlisfræði mun einnig vera stór hluti af Unreal Engine 3 sérstaklega þar sem nýjar tæknir eru sífellt að koma og má þar nefna “multi-core” örgjörva og sérstaka eðlisfræði örgjörva sem koma allir saman í næstu-kynslóðar leikjatölvum og næstu-kynslóðar heimilistölvum. Krafturinn sem ver í þetta mun leyfa mun meiri víxlverkun í umhvefinu. Til að sýna þetta sýndi Epic smá Unreal 3 sýnishorn þar sem seinar rúlluðu niður hæðir. Í UT 2003 gat vélin reiknað og sýnt um 10 steina rúlla niður hæð. Í UT 2004 jók þá tölu í um það bil 20. Báðar þessar vélar saman eru ekki nálægt því sem Unreal Engine 3 getur gert. Til að sýna þetta var spilað sýnishorn þar sem um það bil 600 steinar féllu niður hæð á sama tíma og hver og einn svaraði raunverulega við umhverfinu sem hann lenti á og hver og einni kastaði sýnum eigin skugga.

Svo að hvenær getum við búist við því að Unreal Engine 3 byrji að sjást í leikjum? Meðan Rein gat ekki talað fyrir aðra málsaðila þá sagði hann að hægt væri að búast við fyrsta leiknum sem Epic framleiðir með þessari vél til að koma eitthvertímann snemma á næsta ári.

Ein önnur spurning sem margir leikjaunnendur vilja vita er hverjar lámarks kröfurnar eru fyrir þennan leik. Næstu-kynslóðar leikjatölvur munu ekki eiga í neinum vandamálum með að keyra hana og PC leikjaunnendur þurfa ekki að örvænta. Þú þarft samt að hafa að minnsta kosti GeForce 6600 GT skjákort sem kostar um það bil 20 þúsund krónur úti í búð. En þegar fyrsti leikurinn með þessari vél kemur út þá munu þessi kort verða mikið ódýrari sem þýðir að það þarf ekki að eyða miklum pening í uppfærslur.

Epic viðurkenndi einnig að það eru aðrir framleiðendur byrjaðir að framleiða leiki sem eru byggðir á þessari vél og er þar á meðal allavega einn RPG leikur.
Heimildir: http://www.gamespot.com/news/2005/03/09/news_6120126.html

Heimasíða Vélarinnar:
http://www.unrealtechnology.com/html/technology/ue30.shtml
Nokkur Ný Video: (Innlent DL)
http://www.half-life.is/files/uploads/AdrarSkrar/unreal3_demo1_Quicktime.zip
http://www.half-life.is/files/uploads/AdrarSkrar/unreal3_demo2_Quicktime.zip
http://www.half-life.is/files/uploads/AdrarSkrar/unreal3_demo3_Quicktime.zip
http://www.half-life.is/files/uploads/AdrarSkrar/unreal3_demo4_Quicktime.zip
Gamla Videoið sem kom í fyrra:
http://files.unreal.is/files/Misc/Unreal3/unreal3engine_e3.zip

Ég vona að þið hafið notið þessarar greinar. Vinsamlegast ekki gagnrýna mig þótt ég hafi þýtt hana upp úr annarri grein.