Ég hef verið að spila stundum á simnet undir öðru nicki bara
svona til að tékka hvernig mórallinn er og svoleiðis og vildi
ekki að neinn vissi hver ég væri. Það er oft þannig að fólk
heldur að serverarnir séu irc með byssur og hætta bara ekki
að tala. Það er ekki gaman að vera með þannig fólki í liði
sérstaklega þegar þetta er 3on3 og 2 í mínu liði eru að spjalla
saman um einhvað sem skiptir ekki máli í miðjum leik, þá vill
ég heldur bottana og hinir geta bara drullað sér á ircið og
spjallað þar.. svo eru líka til tæki sem heita símar og eru þeir
til á flestum heimilum í dag. Ég er ekki að segja að það megi
ekki heilsa fólki og senda einhver skilaboð og þessháttar, en
þegar fólk er að spjalla í lengri tíma finnst mér nóg komið.

Svo er annað, sumir eru alltaf að skipta endalaust um lið af
því þeir vilja annaðhvort spila með einhverjum í hinu liðinu
eða vera í liðinu sem er að vinna… og mér finnst ekkert meira
óþolandi þegar fólk skiptir um lið þegar 3 mínútur eru eftir og
staðan er 2-3 fyrir liðinu sem skipt var í. Þetta sýnir bara
hversu illa sá aðili þolir að tapa.. og þá finnst mér gáfulegra
að einfaldlega yfirgefa serverinn ef maður er tapsár, EKKI
skipta um lið. Og ekki skipta um lið nema einhver úr hinu
liðinu sé tilbúinn að skipta við þig og þá ætti að nægja ein
stutt skilaboð. Ef ekkert svar fæst þá vill enginn skipta og það
þýðir ekkert að flooda til að koma því í geng.

Og meira, það er þegar fólk er að spila og þarf að fara gera
einhvað í einhvern smá tíma og skilur “kallinn” sinn eftir inn á
servernum. Það er ekki mikil hjálp í því og oft er það þannig að
maður er með einn ónothæfan í liðinu vegna þess að hann
skrapp frá, og stundum gleyma þessi aðilar “köllunum” sínum
inni og ég tala nú ekki um þegar serverinn er fullur og fólk að
reyna að komast inn eða þegar hann er hálftómur og maður
er með einn bot, einn gutta sem er ekki að spila og er að
keppa við 3 aðra gutta í fullu fjöri. Ég fór í eitt skiptið í spectator
mode (af því serverinn var fullur) og tékkaði á öllum sem voru
að spila og það voru 4 sem stóðu bara og gerðu ekki neitt.
Þessum aðilum kickaði ég út, joinaði serverinn og innan
tveggja mínútna var serverinn aftur orðinn fullur af actívu fólki.

Og enn kvarta ég, þá komum við að orðbragðinu sem
viðgengst á servernum en það er ekki til fyrirmyndar. Ég geri
mér grein fyrir því að það eru mjög fáir sem blóta mikið og þeir
taka það til sín sem eiga. Nú ætla ég ekki að segja ykkur
hvernig þið eigið að tala á servernum og mér persónulega
finnst allt í lagi og blóta aðeins.. en bara aðeins. Það er orðið
leiðinlegt þegar einhver er tekinn fyrir og yfir hann er ausið
svívirðingunum og vill ég að fólk hætti að leggja fólk í einelti á
servernum. Ef einhver er grunaður um að svindla eða einhvað
svoleiðis þá ekki eyða öllum leiknum í að rífa kjaft við
viðkomandi heldur hafa samband við einhvern
umsjónarmann og láta hann ganga úr skugga um það. Það
er ekkert leiðinlegra að vera ásakaður um að nota einhvað
sem maður er ekki að nota og er ekki látinn í friði af fólki sem
getur ekki skilið það að það sé til sá aðili sem er betri en það
sjálft. Ef það er einhvað sem einhver vill kvarta um þá er hægt
að senda email á eftirfarandi staði: unreal@simnet.is og
bsm@simnet.is.

Eitt enn svona að lokum. Nú eru mjög skiptar skoðanir um
cheese play (windowdropping, hammercamping,
rocket/redeemerlaunching etc.) Mér, og reyndar fleirum, finnst
þetta lame og það eina sem ég get sagt í þeim efnum er að
aðilar sem nota þetta missa mína virðingu í þessum leik, og
ég skil það vel ef einhver kallar einhvern illum nöfnum fyrir að
nota þessi trick. Ég var sá sem kenndi flest öllum öll þessi
trick og var það til þess að fólk gerði sér grein fyrir því hvað var
hægt að gera í leiknum og væri fljótara að skilja hvernig hann
gengur fyrir sig.. líka það að ef þeta yrði allt í einu notað á móti
ykkur að þið vissuð hvað væri í gangi, ég get ekki sagt annað
en að ég sé vonsvikin með árángurinn því það eru þeir til sem
geta ekki spilað leikinn nema nota þetta og það finnst mér
miður.

allavega, nú er ég búinn að kvarta nóg í bili. Ef þið hafið
einhvað við þetta að bæta gerið það og einnig ef þið hafið
einhvað að setja út á þessar kvartanir mínar.

potent

p.s. nú er CSHP komið á simnet og því ætti ekki að vera hægt
að nota aimbotta og þvíumlíkt. En eins og svo mörg önnur
forrit eru aimbottar í stöðugri endurbætun og gefinn er út nýr
botti um leið og hann kemst framhjá CSHP þannig að ef
einhvað grunsamlegt er í gangi þá endilega látið
umsjónarmenn simnet serverana vita (þess má geta að allir
sem nota aimbot eða einhvað svipað á simnet og það kemst
upp verða þeir hinir sömu umsvifalaust bannaðir).