Íslenski UT-CTF stiginn!!! Það er að koma að því!!!

Nú fer hinn íslenski UT-CTF stigi að komast í gagnið en það
er búið að vera að vinna í honum í nokkurn tíma og hafa
nokkrir aðilar komið að vinnslu hans.

Stigi (ladder) virkar þannig að þegar lið skráir sig inn byrjar
það á botninum og þarf að vinna sig upp. Með þessu
fyrirkomulagi geta ný klön byrjað á hvaða tímapunkti sem er
að taka þátt. Markmiðið er að komast í efsta sæti og halda því.

Þessi tiltekni stigi virkar þannig að það er einungis hægt að
skora á lið sem eru mest 3 sætum fyrir ofan liðið sem skorar
á. Ef liðið sem skorar vinnur tekur það sæti tapliðsins og
tapliðið hrapar niður um eitt sæti. Til að vinna annað lið þarf
að vinna tvo leiki af þrem. Liðið sem skorarð er á mun bjóða 3
borð til að spila og má hitt liðið svo skipta út einu af þessum
þrem borðum fyrir eitt af eigin vali. Litaval á borðunum fer eftir
því hvor aðilinn valdi tiltekið borð, þ.e. ekki má sama lið velja
borðið og litinn. Einungis er hægt að skora á lið fyrir ofan í
stiganum enda ekki mikið gagn í að skora niður fyrir sig.