Jæja nú er svo komið börnin góð að Unreal tournament 2004 kom út fyrir allnokkrum vikum hér á klakanum og langar mig að skrifa nokkur orð um hann.

Frá fyrri leikjum hefur hann bætt sig mjög, útlitslega og spilalega séð.
Gaurarnir líta mjög vel út og eru ekkert ofboðslega raunveru legir heldur í svona real-comic stíl þannig að ekki er verið að troða ljósmyndum af fólki á skinnin og allir andlitsdrættir eru flatir og lýtur það mjög vel út. Einnig gerir það leikinn mjög raunverulegan að hendur og fætur skerast aldrei inní veggi eða eða gólf alveg sama hvernig maður snýr sér (sem var leiðinlegur ávani í flest öllum þrívíddar spilunar leikjum) og aldrei hverfa dauðir menn hálfir oní jörðina (nema að þeir detti af himnum og skerast í sjálft bergið mjög flottar en óþæglegar afleiðingar þess að hoppa úr raptor á fleygi ferð í kílómetrahæð.)

Svo er ekki amalegt að dauða hreyfingarnar eru þær flottustu á makraðnum í dag og væri þess virði að kaupa leikinn einungis vegna þeirra. Gaurarnir kastast á umhverfi sitt og renna eftir brekkum og springa eftir því sem við á og brak hljóð heyrast í þeim sem detta af of háu bjargi, o.s.frv. Samt er þetta einum of fínstilltar hreyfingar og skondið er að sjá menn sem hefðu undir venjulegum kringum stæðum hefðu átt að detta dauðir niður renna eftir smá halla í smábrekku langar leiðir og springa ekki sama hversu mörgum sprengjum er dælt á lík þeirra, ásamt því að ekkert blóð er inní hálfum líkömum heldur aðeins smá innsýn í skinnið á gaurunum :/

Leikurinnn sjálfur er alveg stór skemmtilegur og snúa eftir öll dáðu game modin ásamt nokkrum nýjum, alveg er endalaust gaman að krúsa um á hinum ýmsu farartækjum (og sumir geta jafnvel sest við hlið manns við stjórnvölin á ýmsum vopnum) Og svo er líka frábært að hafa þarna bombing run, sem að er einhvers konar sjúk brengluð útgáfa af körfubolta.

Margt í farartækjabröltinu minnir nú dálítið á Halo en það bætir nú ekki úr skák þar sem að hér er um stórgóðan leik að ræða sem að mun vafalaust halda fastan fyrir framan skjáinn fram að vorprófum.

Yðar einlægi óraunveruleika spilari
HackSlacka Árnarson
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi