Smá fróðleikur um Ut-2004 Jæja mig langaði nú bara að kynna leikin aðeins fyrir þeim sem eru ekki búnir að kaupa hann eða eru að pæla í því. Hversu mikil snild þetta er.

Ég dreif mig strax síðasta föstudag þegar leikurinn kom til landsins og verslaði hann, hann var reyndar bara til í dvd disk sem var nú allt í lagi þar sem ég er með dvd-drif.

Um leið og ég kom heim þá fór ég í það að setja hann upp og fékk smá panic kast strax því ég ætlaði ekki að finna cd-keyinn og var næstum búin að rífa boxið í sundur, þegar félagi minn benti mér rólegur á að cd-keyinn er límdur á hvítum miða inn á hulstrið (heimskur ég já!) :)

Það tók nú sinn tíma að setja þetta upp þar sem hann er einungis 5.2 G!! á stærð :)

En svo að lokum kláraði hann að innstala sér og ég smellti mér beint inn í leikinn og allt leit út eins og í demoinu, svo ég valdi bara það efsta sem var “Single Player”-


Single Player


Ég bjóst nú ekki við að single player yrði merkilegur í þessum leik þar sem þetta er held ég svona meira gert út á að vera net-leikur. En mér brá þetta var bara helvíti gaman.
Þetta byrjaði á því að ég þurfti að vinna “Qualification” 4 kort(möp) það var reyndar ekkert svo erfit(en maður getur nú valið strikleika botana) mæli reyndar ekki með því að þið hafið þá allof erfiða því leikurinn verður erfiðar þegar maður kemst lengra inn í hann.

En jæja ég vann öll þessi 4 kort, og já fyrir hvert kort sem maður vann þá fékk maður money(sem ég kem inn á betur á eftir)
Þegar ég hafði lokið við þessi 4 kort þá kom einhver kvenmans röd sem sagði mér að það væri fyrirtæki sem væri til í að sponsera(hvernig sem það er nú skrifað) mig, þegar hún hafði bablað eithvað þá kom upp skjár þar sem ég þurfti að kaupa liðsmenn til að keppa með mér í komandi keppnum, ég átti einhver slatta af peningum og gat keypt mér 5 liðsmenn.

Af því loknu þurfti ég að keppa við alla þessa 5 í dm og vinna þá til að sanna að ég væri verðugur leiðtogi. Og auðvita bakaði ég þá ;)

Af því loknu fór ég og liðið mitt í team qualification þar sem við þurftum að vinna 4 kort til að sanna að við værum nógu gott lið til að geta keppt í ladder. Við kláruðum þessi 4 kort og komumst í ladder

Í ladder eru “The best of the best” hin liðin sem kláruðu líka team qualification. Í ladder eru fjórar greinar sem maður þarf að keppa í ctf(capture the flag), assault, dm(death match) og dd(double domination), kem betur að því á eftir hvað hver grein gengur út á. Í hverri grein eru 8 kort sem maður þarf að vinna.

Ég er ekki búin að vinna öll 8 korin í hverri grein svo ég svo ég veit ekki meira um single player enþá en ég veit að maður unlockar einhverju þegar maður hefur unnið þetta allt.

Money: Peningana sem þú vinnur þér inn notaru í að heala liðsmenn þína ef þeir særast, kaupa þér nýja liðsmenn, ef þér lýst illa á kortið(mapið) sem þú ert að fara að keppa í þá getur breytt því með því að borga einhverja x upphæð. Og síðast en ekki síst þá getur skorað á önnur lið í dm og tdm þá legguru annað hvort meoney undir eða liðsmann.

Sem sagt single player fær mjög góða einkunn og endist mjög vel!


Svo eftir single player þá skelti ég mér í Instant Action þar gat ég valið slatta af leikjum Assault, Onslaugt, DeathMatch, Capture the flag, Team deathMatch, Double Domination, Bombing run, Mutant, Invasion og Last man standing. Ég ætla að skrifa stutta lýsingu á þessu öllu.


Assault


Assault getur verið mjög gaman þá aðalega online. Assault gengur út á það að þú leikur annað hvort varnarliðið eða sóknarliðið.

Sem sóknarlið áttu að gera inn rás inn í base óvinarins og þess háttar, þú þarft að sprengja alskonar drasl og fara á skriðdreka sprengja upp hurðir o.s.f.v til að komast áfram á áfangastað.

Það sem varnarliðið á að gera er að stoppa sóknarliðið að komast á áfangastað annað hvort on foot eða á hinum ýmsu tækjum svo sem turretum og geimflaugum.

Eins og ég sagði þá getur Assault verið mjög skemtilegt og þá sérstaklega online þegar gott teamplay er í gangi.


Onslaught


Er nýjung í Ut, og er voða svipað og að spila Bf (nema miklu skemtilegra), það er skipt í 2 lið og þá eru bæði með primary spawstaði, svo eiga þau að ná “power nodum” veit ekki alveg hvernig ég get útskýrt þetta, en þetta gengur út á það að rústa “power cori” óvinarins og til að geta gert það þarftu að ná þessum “power nodum” til að unlocka shield systemið hjá óvinunum.

Í onslaught getur fengið hin ýmsu faratæki: Goliath - 2 manna skriðdreki 2 bissur. Hellbender - 3 manna hummer, 1 driver og 2 að skjóta . Manta - 1 manna og alveg ótrúlega hraðskreiður 1 bissa. Scorpion - 1 manna þetta er mitt uppáhalds tæki þetta er svona lítil buggy bíll sem getur sett út 2 flugbeitta arma sen slátra köllum sem eru að labba og 1 bissa. Raptor - 1 manna flugvél, 2 bissur. SVO er það Leviathan hóly dem hann er stór - 5 manna, 5 bissur það þarf sko nokkur rocket til að granda þessum!

Onslaught er mjög skemtilegt online (ekkert sérstakt á móti bottum), held að það verði mikið keppt í þessu.

Ég veit að þetta er ekki mjög góð lýsing á onslaught bara erfitt að lýsa þessu :( Mæli með að menn dl bara demoinu á hugi.is/hahradi til að sjá betur hvað ég er að tala um.

Þetta finnst mér mjög gaman.


DeathMatch


Þetta ættu flestir að kannast við, mjög einfalt í spilun eina sem þú átt að gera er að hlaupa um og drepa ALLT sem þú sérð því það er engin með þér í liði, allir á móti öllum :D

Þetta er mjög gaman og frábær þessi kort sem ég er búin að prufa. Ekkert meira um það að segja nema að þetta er Snild!


Capture the flag


Þetta er einnig eithvað sem flestir kannast við, skipt í 2 lið og hvort lið er með 1 stk fána sem óvinurinn á að reyna að ná og koma yfir í sitt base til að fá stig.

Getur verið alveg ótrúlega spennandi að hlaupa frá óvina base-inu með alla á eftir sér :) Þá gildir gott team play því ef vinir þínir eru ekkert að vernda þig þá er þetta næstum vonlaust..

Snild!


Team DeathMatch


Næstum eins og dm, nema að núna er skipt í 2 lið sem eiga að reyna að drepa hvort annað til að fá stig.

Þetta finnst mér mjög gaman.


Double Domination

Þetta er nýtt að ég held, þetta gengur út á það að það eru 2 punktar í mapinu ( A og B ), það er skipt í 2 lið. Það sem liðin eiga að gera að er reyna að halda báðum punktum á saman tíma í 10 sec, ef það heppnast þá fær liðið stig!

Hef ekki mikið prufað þetta, en held að þetta sem alveg ágæt.


Bombing run


Þetta er líka nýtt að ég held, það er skipt í 2 lið í þessu og þetta gengur út á það að það er bolti í miðjuni sem liðin eiga að reyna að ná og koma ofan í körfu óvinarins, þú getur skotið boltanum þá færðu 3 stig eða troðið með því að stökka sjálfur ofan í körfuna þá færðu 7 stig.

Þetta finnst mér mjög gaman.


Mutant


Hef lítið sem ekkert prufað þetta en veit að þetta gengur út að það að allir spawna og sá sem er fyrstur til að drepa einhver breytist í Mutant-inn sem er hálfósýnilegur og hleypur extra hratt, og ef þú drepur mutant-inn þá breytist þú í hann, til að vinna þetta þá þarftu að ná einhverri x hárri kill tölu.


Eins og ég sagði hef lítið prufað þetta en held að þetta gæti verið mjög gaman


Invasion


Þetta finnst mér CRAP illa hannað í allastaði og bara leiðinlegt :(

Þú átt að vernda eithvað svæði sem allskonar skrýmsli eru að ráðast inn á, flugur og einhver þesshátar viðbjóður!

Kannski er ég eitthvað klikkaður en ég fýla þetta alls.


Last man standing


Þetta gengur út á það að þú byrjar með einhver x mörg líf, segjum 30, þú færð ekki kill fyrir að drepa en sá aðili sem þú drepur missir líf og þegar maður er komin í 0 þá er maður úr. Sá sem stendur síðastur eftir VINNUR! Segir sér sjálft :)

Mjög gaman af þessu.


Svo er það náttúrulega internetplay sem er skemtilegast að spila á móti öðrum human players :D


En þið sem hafið verið að velta því fyrir ykkur hvort þið ættuð að kaupa ykkur Ut 2004 þá mæli ég einndregið með því! Þetta er snildin einn 9.5/10 Ég kaupi mér aldrei leiki en ég gat ekki sleppt þessum :D Hlakka til að sjá ykkur á server!!


Þið sem gerið miklar graffík kröfur ættuð að vera sáttir því hann er skuggalega flottur í allastaði.

Ég er með 2500 burton+ örgjava, 512 hyperx minni og 4200 ti skjákort og hann er smooth hjá mér í 1024 og allt í normal ( hef ekkert nennt að vera að fikta neitt í því ræð öruglega við meira.)

Það er öruglega fullt sem ég gleimdi svo endilega skrifað það bara í svörum ykkar.


P.s ég er haldin lesblindu svo það eru öruglega 100 stafsetningarvillur þarna, látið það ekki fara í ykkur.

KK

Alli

Ut2004: Urei