Það hefur margt verið að gerast undanfarið í UT, síflelt fleiri og
fleiri að byrja að spila þennan frábæra leik og það er nánast
undartekning ef enginn er á simnet serverunum á kvöldin.
Clönin spretta upp allstaðar og fer hratt fram. Vináttuleikir milli
clana eru að verða algengir og ekki spurning um að það eigi
bara eftir að gerast oftar.

Svo er verið að tala um að stofna íslenska UT deild (ladder)
þar clönin geta keppt í ,að ég held, flest öllum MODum og
vonandi verður þessi deild að veruleika fljótlega. Ef þetta
gerist verður það stór vítamín sprauta fyrir UT á Íslandi og
vonandi munu fleiri flykkjast í UT fyrir vikið.

Það eru 5 mjög virk clön á landinu (H2O, AI, HIC, brb og DF)
og ég trúi því að það séu en fleiri en þessi á landinu þó þau
sjáist ekki mikið. DOA keppti á síðasta Skjálfta en hefur því
miður ekki sést mikið online. Með svipuðu áframhaldi spái ég
að það verði allavega 2-3 ný clön til á næstu vikum, ég vona
það allavega.

Eina sem hefur vantað eru UT lönin, þó það hafa eflaust
einhverjir safnað saman í LAN einhverntíman, þá er ég að tala
um þessi stærri. Ég spái því nú samt að þeim eigi eftir að
fjölga slatta á næstunni.

Svo er Skjálfti um helgina (best að byrja að æfa sig aðeins) og
þar verður háð mikil barátta um… ja.. einhvað allavega. Eitt er
víst, það verður svaka gaman hjá öllum :)

Svona overall er ég allavega nokkuð sáttur hvernig þetta hefur
allt gengið undanfarið. Þó þetta sé enn tiltölulega fámennur
hópur miðað við Quake og Half-Life þá er framtíð UT á Íslandi
björt og sífelt fleiri að sjá “ljósið” :D

~H2O~Bunny~
P.S. Í kvöld, fimmtudaginn 8. mars 2001, verður brjálað stuð á
simnet CTF. Lokabaráttan fyrir s1. Allir láta sjá sig :)