Sælir.

Fyrir þá sem ekki vita er Unreal2: Extended Multyplayer (U2: XMP), ÓKEYPIS multyplayer viðbót við Unreal2. Unreal2 sjálfur er á 3 diskum, en það eina sem þarf til að setja upp og spila U2:XMP er Unreal2 *Play Diskur*, og XMP install fæll af netinu. Installið er ótengt Unreal2 singleplayer dæminu og í sér möppu, og eins og ég sagði áðan er Play Diskurinn, og install fællinn það eina sem þarf til að installa og spila XMP.


Leikurinn sjálfur er barátta milli tveggja liða, um yfirráð yfir artifacts, energy (generators) og spawn points. Liðið sem skilar öllum artifacts heim í base vinnur. Liðið sem á fleiri generators býr yfir meiri tækni (vopnum, farartækjum, varðturnum, og fleiri stríðstólum). Liðið sem á fleiri spawn points á möguleika á að spawna hraðar og á fleiri stöðum.

Það eru 3 “classar” (tegundir) af hermönnum sem hægt er að spila sem. Þeir eiga allir það sameiginlegt að geta:

Hackað (tekið yfir drasl, með use takkanum)

Revive-að (lífgað “dauðan” teammate við sem hefur ekki respawnað, eins og í Enemy Territory. Þegar nýbúið er að revive-a mann hefur maður 1 í líf)

Sprintað (sprettað, default takki shift, eins og í Enemy Territory)

Og “boost jumpað” (alveg eins og double jump, bara hærra, með einhverju jet)

Þetta geta þeir þó misvel eftir því hvaða class maður er. Classarnir eru:


Ranger: Léttur armor, meiri hraði og hopphæð. Hann hefur sniperinn, pistol, og explosive(frag)- og reyk grenade launcher. Hann getur healað teammates með use takkanum (default f) og droppað health packs.

Tech: Miðlungs armor, miðlungs hraði og hopphæð. Hann hefur assault riffilinn, shotgun, og EMP- og Toxic grenade launcher. Hann hackar drasl MUN hraðar en hinir (með use takkanum) og getur lagað shields hjá teammates (use takkinn) og droppað shield packs. Tech getur líka sett upp litla turrets og force fields.

Gunner: HEAVY armor, lítill hraði og hopphæð. Hann hefur Rocket launcherinn, flamethrower og Íkveikju- og flass grenade launcher. Hann getur “resupply-að” teammates (gefið þeim ammo og stuff), með use takkanum, og droppað resupply packs. Hann getur líka sett upp venjulegar- eða laser jarðsprengjur.

Svo eru 3 farartæki:

Raptor (buggy, jeppi): Hraðastur, með minnstan armor. Er með hakkavél framan á húddinu til að keyra á fólk. Er með minigun með explosive skotum ofan á sem annar gaur getur verið gunner í.

Harbinger: Rocketlauncher bíll. Miðlungs hraði, miðlungs armor. Er með rapid-fire rocket launcher turret ofan á fyrir einn gunner og shock lance pulse turret fyrir annan gunner aftan á.

Juggernaut: Tank. Slow hraði, heavy armor. Er með cannon ofan á fyrir gunner og flamethrower turret framan á fyrir driverinn.

(vehicles spawna á sérstökum stöðum í base-inu manns (oft við hliðina á ákveðnum spawn point)

Jæja, þá er komin nógu góð lýsing á leiknum.


En svo er málið með að redda fólki svo það geti spilað:


Nú eiga margir Unreal2 fyrir, eða sjá sér fært að redda sér allavega Play Disknum. EN það sem vantar er FULL DOWNLOAD Á ÍSLANDI. Hugi hefur verið ótrúlega heyrnarlaus hvað þetta varðar og mér finnst tími til að við tökum málin í okkar eigin hendur. Ef einhver getur sett upp download á síðunni sinni þá er það frábært en á meðan ætla ég að shera á DC. Ég er byrjaður á því núna og ætla að gera það í nokkra daga samfleitt.
[Komið á <a href="http://static.hugi.is/games/ut/xmp/">Static</a> - Vefstjóri]