Nú er Skjálfti á næsta leiti og maður fer að huga að
möguleikum liðanna til sigurs. Hinsvegar er það kannski ekki
aðalatriðið heldur að hafa gaman af þessu. Margra
klukkutíma fjölmennt LAN er nú ekki á hverjum degi :)

Hinsvegar er stundum gaman að spá i hlutina og spekúlera
aðeins. Þótt H2O sé að mörgu leyti sigurstranglegir í CTF og
spái ég þeim (okkur) sigri þá er DM allt annar hlutur og miklu
erfiðara að spá einhverj um hvað gerist í þeirri keppni. Ekki
má samt gleyma að á síðasta Skjálfta tapaði H2O fyrir DOA
(ef mig minnir rétt) í einu borði þannig að það er aldrei hægt
að vera viss um hvað gerist. HIC er að verða sterkara með
hverjum degi og einnig AI. Krafla hefur verið að æfa sig
undanfarið (samkvæmt mínum heimildum)… og mætti segja
að allir hafi verið að gera góða hluti. H2O hefur minnst verið
að spila saman af öllum þessum clönum undanfarið og
kannski það eigi eftir að sýna sig á Skjálfta.. það er aldrei að
vita.

Þar sem ég spila aðalega CTF þá treysti ég mér ekki að spá
fyrir um DM en ég held að þar komi all margir til greina. Svo
verður að sjálfsögðu keppt í fleiri MODs þótt það sé kannski
ekki hluti af Skjálfta í sjálfu sér.

Vonandi skemmta allir sér vel :)

~H2O~Bunny~