Hef fengið ágætis viðbrögð við online 1on1 mótinu og hef
ákveðið að fylga þessu eftir. Þá er bara að skipuleggja þetta
og fá nákvæma tölu yfir þá sem ætla að vera með. Þannig að
þeir sem ætla að vera með sendi mér email:

potent@simnet.is

í emailnum þarf að vera nákvæmt nick og í hvaða keppnum á
að taka þátt í.

dæmi:
~H2O~Bunny~
1on1 CTF
1on1 DM

Ég mun reyna að finna einhvað random kerfi sem ég get
notað til að raða fólki niður. Ef þið keppið í bæði CTF og DM
þá mun ég reyna að raða því þannig upp að það keppa ekki
sömu 2 í fyrsta leik.

Vonandi taka allir þátt í báðum.

Frestur rennur út sunnudag klukkan 12 (á hádegi) og mun ég
byrja að raða fólki niður þá (eða þegar ég vakna). Það verður
vonandi hægt að byrja strax næsta mánudag eða þriðjudag ef
allt gengur að óskum, og hafa úrslitin helgina eftir.
Borðin sem spiluð verða munu verða opinberuð á
sunnudaginn fljótlega eftir að fresturinn rennur út, annars
bara við fyrsta tækifæri.

Til að minna á reglurnar:
Enginn powerup (shieldbelt, redeemer, mega health, damage
amplifier, health vial)

Venjulegur armor, jump boots og standard health pakkar
verða að sjálfsögðu með.

Hver leikur er 10 mínútur. Það er ekkert frag limit í DM og
ekkert cap limit í CTF, bara 10 mínútur.

Það er enginn translocator í DM en hann verður í CTF.

Allir spila sömu borðin. 2 sigrar af 3 koma þér áfram.. ef þú
tapar ertu úr leik.

Ef þú mætir ekki þegar þú átt að spila þá ertu úr leik. Það
verður beðið í einungis 10 mínútur eftir viðkomandi, annars er
litið svo á að viðkomandi hafi gefið leikinn. Það verður að
sjálfsögðu reynt að taka tillit til þeirra sem lát vita í tíma, en ég
ætla ekki að lofa neinu.

Held að það séu ekki mikið af öðrum reglum sem þarf. Muna
bara að vera ekki með nein leiðindi. Þetta er til að hafa gama
af þessu.

Jæja.. eftir hverju ertu að bíða? Sendu mér email og taktu þátt.

~H2O~Bunny~

Ég hvet alla til að taka þátt í bæði DM og CTF :)