Þessi grein er stíluð inn á byrjendur í UT, enda er mæting á servera simnet farinn að verða töluvert mikil, en það ber á að mikill munur er oft á hæfileikum fólks á servernum.

Ok, þegar þú ert að spila CTF og óvinurinn er með fánann, þá er bara tvennt sem þú getur gert, og allir í liðinu verða að gera,
ná í fánann þeirra, fela sig, og finna fánaberann.

Það er oftast mikilvægara að hafa fánann heima í stöðinni en að vera með fána andstæðingsins.

Hvort sem þú ert að spila DM, TDM eða CTF þá skiptir máli að stjórna kortinu,
að stjórna kortinu innifelur það að vita hvar uppfærslurnar eru, (megahealth, shieldbelt, armour) og hvar vopnin eru.
Virkilega góðir spilarar meiða sjálfa sig ef þeir þurfa á því að halda til þess að skilja ekki eftir health fyrir andstæðingin.

Not á jumpboots, impact hammer, shock combo og sérstaklega teleporter er nauðsynleg til þess að vera nothæfur í ctf, þessvegna er gott að æfa sig á þessum sviðum.

Þegar þú ert að hlaupa með fánann aftur í þína stöð, þá er mikilvægt að biðja um aðstoð, farðu í voice binder og settu “I need some backup” eða “cover me” á eitthvern takka sem er auðvelt að ýta á, og segðu þetta reglulega á meðan þú ert á leiðina í stöðina, þá sjá félagarnir hvar þú ert staðsettur og drífa sig til þess að hjálpa þér.

Einnig er mjög gáfulegt að henda translocator disc á góðan stað í óvinastöðina á leiðina til baka, því ef þú skorar, þá er mjög líklegt að þú getir teleportað strax aftur í stöð andstæðingsins og hafið leikin að nýju.

Þegar þú ert búinn að pæla aðeins í þessum punktum þá verðurðu líka að fara að hætta að nota músarhjólið til þess að skipta á milli vopna :p
Það drepur þig alltaf að vera að fletta í gegnum þau, hafðu öll vopnin á tökkum nálægt hreyfitökkunum þínum.

Einnig, lærðu að nota dodge, það er, að tvísmella á hreyfitakka til þess að stökkva í eitthverja átt.
Þetta gerir þig að mjög öflugum bardagamanni mjög fljótt.

Og gleymdu því ekki að öll vopn í UT hafa tvo skotmöguleika :p