Þessari spurningu get ég ekki svarað því ég hreinlega skil ekki afhverju…þetta er heimskulegt því að Símnet er núna með 4 servera uppi, og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. En samt sem áður fer fólk á útlenda servera til þess að spila við “einhverja” því að þeir íslensku eru alltaf “tómir”…þessi vitleysa leiðir það bara af sér að enginn kemur inná þá íslensku serverana. En mín reynsla hefur sýnt það að ef maður fer inn á tóman server kemur alltaf einhver inná, íslenskur sem útlendur, og aldrei líður á löngu þangað til að 1 stk. Íslendingur skýtur inn kollinum og svo annar og svo……þannig er það að það eru oftast svona 3 - 4 Íslendingar þarna inni á meðan ég er að spila. Ég persónulega er með Símnet serverana í favorites og ég vel server eftir því hvað ég ætla að spila en ekki HVAÐ MARGIR ERU INNI. Ef allir myndu gera þetta þá væri þeir líklegast fullir flest öll kvöld af íslenskum sem útlendum gestum. Ég er fyrir það að hafa sem flesta íslendinga, því það er gaman að spila við fólk sem maður kannast við eða á eftir að kynnast á LANi, móti eða jafnvel ircinu(#Ut.is).

Gerið það fyrir mig breytið um lífstíl veljum íslenskt…afhverju ættirðu að gera það…svarið er einfalt…þá myndu fleiri koma…!
(já, ég veit að margir eru að spila æfingaleiki á útlendum serverum, ég er ekki að tala um það heldur alla þessa gaura sem eru bara að fara spila ekki æfa)