Halló.
Eins og allir vita þá er UT2003 algjörlega dauður leikur og ég er búin að reyna allt til að fá fólk til að spila en alveg sama hvað ég geri þá lifnar aldrei neitt við.

Þetta byrjaði með látum þegar demoið kom út. Alveg fullt af fólki að prufa leikin þá var þetta gaman alltaf server fullur en það endist bara í svona viku. Leikurinn kom út í búðir og margir fóru og keyptu hann en… það gerðist aldrei neitt. Það var einn server uppi sem laggaði alveg hrikalega. Jú það voru teknir nokkrir “clanmatchar” clan SoS tók match við clan H2O sem var ekkert nema gaman. Stuttu eftir það þá varð UT2003 samfélagið fyrir shokki þegar Svend sagði upp og hætti og þar af leiðandi hætti H2O.
Það voru örfáir sem spiluðu einstaka sinnum á þessu laggaða UT2003 server og gekk þetta svona í nokkra mánuði. Margir héltu að þegar það myndi koma almennilegur server þá myndi þetta lifna við.
Skjálfti 21 kom í öllu sínu veldi í desember eða janúar. 2 ghz vél með 512mb minni sem er alveg frábær í UT2003 server og ekki nóg með það þá kom PeZik og Beez með Z server sem var líka frábær server.
En ekkert gerðist við fengum Bjornjul og Pezik til að setja upp mapvote (þar sem maður gat valið hvaða gametype og mapp maður vildi), TTM, fleiri möpp og uppfæra serverinn alltaf þegar pötch komu út í von um að fólk myndi kannski spila meira en aldrei gerðist neitt. Ég tók mig til og gerði 2 mappakka Casmaps 1 og 2 og voru þeir settir á Simnet og Z serverana. Það komu 2 bonuspakkar epic og de bonuspack og voru þeir settir á báða serverana og alltaf var serverinn uppfærður en fólk spilaði aldrei neitt af viti.

Ég hélt að kannski myndi fólk spila meira ef við héltum blöst við héltum blöst við ákváðum að halda blast á laugardögum klukkan 21. Fyrstu tveir laugardagarnir voru fínir en eftir það hætti fólk að mæta. Það var settur upp pickup bot en fólk notaði hann ekkert náðum einum leik ef mig minnir rétt.
Ég ákvað að setja upp duel deild og fá fólk til að spila svoleiðis. Ég skipulagði allt sjálfur setti upp ladderinn alveg sjálfur með smá hjálp frá dipperi og pezik. Duel deildin byrjaði illa fólk mætti ekkert flestir leikir enduðu með forfitti. Það voru spilaðir 3 eða 4 leikir þannig að ég ákvað bara að hætta með hana.
Ég setti upp Clanmatch server og var í bölvuðu basli með advanced web admin og ætlaði að gefa út passan það var ekkert úr því.

Ég skrifaði Byrjendahjálp í von um að fá fleiri byrjendur. Ég skrifaði allskonar greinar í von um að fá fólk spenntari fyrir leiknum og kannski spila meira.
Alltaf voru serverarnir tómir alveg sama hvað maður gerði. Ég er núna búin að setja upp Instagib server kannski er einhver áhugi fyrir því. Ég hef líka verið að spá í að setja upp eikkura mutatora Utclassic kannski þar sem allir sakna svo rosalega UT original og það var allt svo frábært þegar UT original var.

Ég er alveg hættur að nenna þessu. UT2003 er og hefur alltaf verið dauður leikur alveg frá byrjun. Fólk hélt að UT2003 myndi bara taka við af UT original. UT original og UT2003 eru algjörlega ólíkir leikir eina sem er eins eru vopnin allt annað er breytt sem mér sjálfum fannst alveg frábært. En flestum fannst ömurlegt og vildu bara hafa sama leikin með nýrri graffík kannski.

Ég mun halda áfram að uppfæra serverinn þegar ný pötch og TTM koma út og svona. Ég mun örugglega setja upp UT2004 server á þegar hann kemur EF við verðum með serverinn ennþá. Ef ykkur langar að fara í duel að eitthvað á server þá getiði talað við mig eða Dipper og við reddum því.

Anyways þetta er seinasta greinin mín hérna á hugi.is/unreal ég þakka kærlega fyrir mig ég er núna byrjaður að blasta quake 3 á fullu.

Bless bless UT2003.
I loved you but I sure ass hell won’t miss you.

Kveðja
[SoS]Castrate